Gisting á vinnuhelgum

Talsvert úrval er af bæði gististöðum og matsölustöðum í nágrenni Bifrastar. Hér að neðan má finna helstu slóðir á veitingastaði, gististaði sem og verslanir. 

Tekið skal fram að engin verslun er á staðnum.

Gististaðir

Háskólinn á Bifröst býður upp á gistingu í herbergjum. Þessi gisting stendur nemendum til boða yfir veturinn, óháð vinnuhelgum.

Boðið er upp á gistingu í þriggja til fjögurra herbergja íbúðum. 

Ásgarður 1 – í Ásgarðir eru þrjú tveggja manna herbergi með sameiginlegu eldhúsi/stofu. Baðherbergi inn af hverju herbergi.                                       

Útgarður 1 – Þrjú tveggja manna og tvö einstaklingsherbergi með sameiginlegu eldhúsi/stofu. Baðherbergi inn af hverju herbergi.    

Bjarkarhraun 1 og Urðarkot 4 – Þriggja herbergja íbúðir. Tvö herbergi með svefnaðstöðu fyrir tvo í hvoru herbergi.                      

Til áréttingar er tekið fram að gisting er innifalin í skólagjöldum nemenda í meistaranámi miðað við 2 nemendur í herbergi. Kjósi nemandi einstaklings herbergi, þá greiðist fyrir slíkt samkvæmt verðskrá viðkomandi staðar.

Verð á gistingu:

Tveir saman í herbergi 7000 kr. pr. nótt            
Einn í herbergi 5000 kr. pr. nótt                   
Íbúð 10.000 kr. pr. nótt                                                                                                        

Hafa þarf lín meðferðis (nema meistaranemar á vinnuhelgum). Hver og einn skilar sínu herbergi/íbúð hreinu (annars rukkað aukalega fyrir þrif).  Allir bera jafna ábyrgð á að skila sameiginlegum rýmum hreinum og snyrtilegum.

Við pöntun á herbergi eða íbúð þarf að taka fram það tímabil sem ætlunin er að gista. Ekki er endurgreitt ef herbergið er ekki nýtt allan þann tíma sem búið er að borga fyrir.   Takið fram þegar pantað er hvort þið viljið vera ein í herbergi eða með öðrum.  Afpanta þarf herbergi með a.m.k. 24 klst. fyrirvara. Rukkað er fyrir herbergið ef  viðkomandi hvorki mætir né afpantar.

Hægt er að nálgast lykla á skrifstofu húsnæðissviðs á opnunartíma skrifstofunnar 13:00 – 16:00. Ef komið er á svæðið eftir klukkan 16:00 má hafa samband við vaktmann í síma 695-9901 sem  afgreiðir lykla á milli klukkan 16:00 – 21:30. Ef komið er seinna en 21:30 þá eru lyklar ekki afgreiddir fyrr en morguninn eftir.

Millifæra má fyrir leigunni inná reikning Kiðár ehf. 0326-13-049090 kt: 490905-1700 og senda kvittun eða skjáskot af millifærslunni á husnaedi@bifrost.is

Hótel Hraunsnef

Hótel Varmaland

Hótel Varmaland býður nemendum við skólann eftirfarandi verð í gistingu og mat:

Tveir nemendur saman í herbergi:

10.500 kr. fimmtudag 15.000 kr. föstudag og laugardag

Einn nemandi í herbergi:

7.000 kr. fimmtudag 11.500 kr. föstudag og laugardag

Einnig er nemendum boðið 15% afsláttur af a´la carte matseðli.

Netfang: info@hotelvarmaland.is

Þá er einnig hægt að leigja sumarbústaði sem staðsettir eru í nágrenni skólans í gegn um stéttarfélög sem og á Airbnb og Bungalo

Veitingastaðir

Hraunsnef - 15% afsláttur fyrir Bifrestinga. Mikilvægt að panta borð ef þið ætlið ykkur að borða á Hraunsnefi. (sími: 435-0111) 

Hótel Bifröst