Gisting á vinnuhelgum

Gisting á vinnuhelgum

Talsvert úrval er af gististöðum og matsölustöðum í nágrenni Bifrastar. Hér að neðan eru helstu upplýsingar um veitinga- og gististaði. Tekið skal fram að engin verslun er á staðnum á Bifröst.

Nánari upplýsingar um gistingu á vinnuhelgum eru á Uglu Bifrastar

Gisting

Nemendagarðar Bifrastar

Háskólinn á Bifröst býður upp á gistingu í herbergjum. Þessi gisting stendur nemendum til boða yfir veturinn, óháð vinnuhelgum.

Hótel Bifröst, Hótel Hraunsnef og Hótel Varmaland

Hótelin eru iðulega með tilboð eða hagkvæmt verð á gistingu fyrir nemendur og gesti Háskólans á Bifröst.

Aðrir möguleikar

Þá er einnig hægt að leigja sumarbústaði sem staðsettir eru í nágrenni skólans í gegn um stéttarfélög sem og á Airbnb og Bungalo

Veitingar

Hótel Bifröst

Súpa dagsins og brauð kr. 1250
Súpa dagsins með brauði og salat kr. 1450
Réttur dagsins með kaffi kr. 2100

Hraunsnef 

15% afsláttur fyrir Bifrestinga. 

Baulan 

15% afsláttur fyrir Bifrestinga. Einnig er hægt að kaup inn helstu nauðsynjar.

Calor Restaurant á Hótel Varmalandi 

15% afsláttur fyrir Bifrestinga af matseðli. 

Hreðavatnsskáli

Veitingasala er opin fim-sun. Einnig er hægt að kaupa inn helstu nauðsynjar.