Þjónusta

Þjónusta við nemendur

Leitast er við að veita nemendum við háskólann eins hraða og góða þjónustu og hægt er.  Áhersla er lögð á rafrænt efni þegar slíkt er mögulegt en þjónustan felst einnig í að útvega þeim bækur í millisafnaláni. Þá er bókin pöntuð frá öðru háskólabókasafni, nemendur á höfðuborgarsvæðinu eiga möguleika á því að sækja bækur sjálfir.  Prentaðar bækur í eigu safnsins ef því miður ekki hægt að lána út 2023-2024.

Bókakafla er hægt að biðja um að fá skannaða og senda, sé það innan þeirra marka sem samningur við Fjölís heimilar. 10% af bók eða hámark 30 blaðsíður.

Aðstoð við skráningu heimilda er mest fram með miðlun upplýsinga á heimasíðu, hægt er að leita aðstoðar með því að hringja eða senda tölvupóst.  Ekki er boðið upp á yfirlestur eða lagfæringu heimildaskráa í heild sinni.

Vantar þig stafræna leiðsögn við heimildavinnu? Sendu póst á bokasafn@bifrost.is.  

Þjónusta við kennara

Kennurum við skólann stendur öll þjónusta bókasafnsins til boða, auk þess geta þeir óskað eftir skönnun á kennsluefni til birtingar á kennsluvef námskeiðs falli hún undir ákvæði samnings við Fjölís og sé ekki umfangsmeiri en 10% eða 30 blaðsíður úr riti.

Bækur af öðrum bókasöfnum - millisafnalán

Bókasafnið getur útvegað notendum bækur sem ekki eru til hjá okkur, sem og tímaritagreinar frá öðrum söfnum, innlendum eða erlendum. 

Þessi þjónusta er veitt án endurgjalds. Til þess að þjónustan sé skilvirk er notendum ráðlagt að athuga sjálfir hvort viðkomandi rit finnist í í Leitir.is og panta millisafnalánið þar. Þið getið skráð ykkur þar inn með rafrænum skilríkjum. Á Leitir.is er auðvelt að panta efni í millisafnaláni sem ekki eru til á innlendum bókasöfnum. Efni berst mjög fljótt, iðulega komið næsta dag ef um greinar er að ræða. Eingöngu er hægt að fá prentaðar bækur í millisafnalán og þær taka því lengri tíma.  Að meðaltali má segja að það taki um viku til tvær að útvega bækur frá útlöndum. Bækur sem eru til útláns á háskólabókasöfnum innanlands er hægt að fá að biðja um að sækja beint á það safn ef það hentar.

Uppfært í janúar 2024