Frágangur og framsetning heimilda
Í Háskólanum á Bifröst er stuðst við APA staðalinn varðandi tilvísanir og skráningu heimilda.
Ritver er vefur sem Menntavísindasvið Háskóla Íslands heldur úti, þar er að finna ítarlegar leiðbeiningar um hvernig eigi að skrá heimildir samkvæmt APA staðlinum og vísa til þeirra í meginmáli. Hér að neðan eru flýtileiðir í algengustu atriði.
APA staðalinn í heild sinni má finna hér: Rafrænar og skrifaðar heimildir - APA staðall - á ensku
Um ritgerðaskrif almennt
Heimildaleit skref fyrir skref (frá Landsbókasafni Íslands - Háskólabókasafni)
Hjálparvefur um ritgerðaskrif og heimildanotkun frá norskum og dönskum háskólum
Ábending um höfundaréttarvarið efni
Samkvæmt samningi Háskólans á Bifröst og Fjölís um afritun er þetta heimilt:
-
Úr tímaritum má ekki afrita nema tvær greinar úr hverju hefti
-
Aðeins má afrita stutta þætti úr bók, 20% hið mesta, þó aldrei meira en 30 bls. (A4)
-
Aðeins má afrita til bráðabirgðaafnota og til einkanota og því er óheimilt að áframsenda til annarra
-
Aðeins má afrita með tækjum sem til eru innan stofnunar
-
Í hvert sinn sem afritað er þarf að koma fram á afritinu hver sé höfundur verksins og útgefandi, útgáfuár og útgáfustaður
Fjölís - hagsmunafélag samtaka sem koma fram fyrir hönd rétthafa að verkum sem njóta höfundaréttar
og eru nýtt með ljósritun eða annarri hliðstæðri eftirgerð rita.
Hagþenkir - félag höfunda fræðirita og kennslugagna
Uppfært í ágúst 2016