Einnig er hægt að fletta upp eldri fréttum
Fyrsti fyrirlesturinn í fundaröðinni Nesti og nýjar hugmyndir var vel sóttur og fullt hús var á Hverfisgötunni í hádeginu. Steinunn Þórhallsdóttir menningarstjóri útskýrði markaðssetningu á uppfærslu Íslensku óperunnar á hinni nýju óperu Ragnheiði, eftir Gunnar Þórðarson og Friðrik Erlingsson, og spunnust líflegar umræður um möguleika og áskoranir í kynningu á menningarstarfsemi.