Háskólinn á Bifröst hefur umsjón með framkvæmd tilraunaverkefnis um hækkað menntunarstig í Norðvesturkjördæmi samkvæmt samningi við Menntamálaráðuneytið frá 25. júní 2013 og 5. febrúar 2014. Verkefni þetta er liður í átaki til þess að hækka menntunarstig í íslensku atvinnulífi og er fjármagnað af aðilum vinnumarkaðarins.
Sérstök verkefnisstjórn er yfir tilraunaverkefninu og er formaður hennar Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst. Í verkefnisstjórninni sitja fulltrúar atvinnulífs, stéttarfélaga, sveitarfélaga og skóla- og fræðslustofnana í Norðvesturkjördæmi.
Sumarið 2013 voru tekin viðtöl við um 800 stjórnendur og starfsmenn fyrirtækja og stofnana í kjördæminu með það að markmiði að greina eftirspurn og þörf fyrir menntun í kjördæminu. Spurningakannanir voru jafnframt framkvæmdar, annars vegar á meðal forsvarsmanna fyrirtækja og stofnana, og hins vegar íbúakönnun út frá úrtaki úr þjóðskrá. Á grundvelli niðurstaðna viðtalsrannsóknar og kannana voru lagðar fram tillögur að aðgerðum. Greinargerð um niðurstöður rannsóknanna má finna hér.
Tillögurnar voru kynntar stýrihópi Mennta og menningarmálaráðuneytis þar sem sitja fulltrúar SA, ASÍ, Sambands íslenskra sveitarfélaga, velferðar- og menntamálaráðuneytis. Sá hópur samþykkti aðgerðirnar og kostnaðaráætlun á fundi sínum 17. desember 2013. Lýsingu á aðgerðum og áherslum árið 2014 má nálgast hér en meginmarkmiðin eru:
Markmið og starfsemi
Starfsemi
Árangursmælikvarðar:
Starfsfólk verkefnisins 2014:
Fræðsluerindrekstur á vegum símenntunarmiðstöðva í kjördæminu:
Farskólinn – miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Sími 455-010.
Verkefnastjóri er Hörður Ríkharðsson, hordurr@bifrost.is
Fræðslumiðstöð Vestfjarða. Sími 456-5025.
Verkefnastjóri er Sigurborg Þorkelsdóttir, sigurborg@frmst.is
Símenntunarmiðstöð Vesturlands. Sími: 437-2390.
Verkefnastjóri er Helga Björk Bjarnadóttir, helga@simenntun.is.
Háskólinn á Bifröst. Sími: 433-3000.
Geirlaug Jóhannsdóttir,verkefnastjóri tilraunaverkefnisins, geirlaug@bifrost.is.
Vilhjálmur Egilsson, formaður verkefnastjórnar, vilhjalmur@bifrost.is