Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst

Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst er sjálfstæð rannsóknarstofnun og hefur undanfarin ár staðið fyrir rannsóknum og verkefnum í samstarfi við félagasamtök, fyrirtæki og opinbera aðila. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en megin áherslan hefur þó verið á rannsóknir á menningu og lýðræði í víðum skilningi.

Við Rannsóknamiðstöðina er starfrækt símaver þar sem gerðar eru kannanir af ýmsu tagi, allt frá þjónustu- og markaðskönnunum fyrir stofnanir og fyrirtæki til akademískra kannana á sviði hug- og félagsvísinda. Auk þess tekur Rannsóknamiðstöðin að sér að undirbúa, framkvæma og vinna úr póst- og netkönnunum, rýnihópum, einstaklingsviðtölum, textagreiningu, ráðgjöf og annað sem lýtur að rannsóknum fyrir atvinnulíf og samfélag.

Við Háskólann á Bifröst eru stundaðar rannsóknir í félagsvísindum en viðfangsefnin tengjast almennt megin fræðasviðum skólans: viðskiptafræði, lögfræði, stjórnmálafræði, heimspeki og hagfræði. Auk þess er mikil gróska í rannsóknum á tengdum sviðum svo sem menningarstjórnun, stjórnun heilbrigðisþjónustu og Evrópufræðum. 

Til að fá frekari upplýsingar er velkomið að hafa samband við forstöðumann:


Kári Joensen, forstöðumaður
Netfang: kari@bifrost.is
Símanúmer: 433 3000