Þjónandi forysta

Þjónandi forysta skipar æ stærri sess innan leiðtogafræða og á vettvangi atvinnulífs og félagasamtaka. Rannsóknir og reynsla fjölmargra fyrirtækja undirstrika árangur sem fylgir viðhorfum og aðferðum þjónandi forystu. Hugmyndafræði þjónandi forystu er mikilvægur grunnur stjórnunar og forystu með áherslu á vellíðan starfsfólks, skýra framtíðarsýn, árangursrík samskipti, heilbrigðan starfsanda, gott starfsumhverfi og sameiginlega ábyrgðarskyldu.

Í námslínunni, MS/MLM forysta og stjórnun, með áherslu á þjónandi forystu, er fjallað um hugmyndafræði og hagnýtingu þjónandi forystu á grunni fræðanna og með skírskotun til reynslu og raunverulegra dæma. Grunnhugmyndir Robert Greenleaf eru kynntar og einnig líkön sem seinni tíma fræðimenn hafa sett fram um þjónandi forystu og fjallað um nýjar rannsóknir um þjónandi foyrstu hérlendis og erlendis. Nemendur fá tækifæri til að fá góða innsýn í þjónustuvídd og forystuvídd hugmyndafræðinnar miðað við rannsóknir og reynslu fyrirtækja, stofnana og félaga. Áhersla er á að nemendur þjálfi með sér gagnrýnið sjónarhorn, rýni í þjónandi forystu miðað við aðstæður sem þeir þekkja af eigin raun og hafi góðan skilning á árangursríkri innleiðingu þjónandi forystu.

Markmið námslínunnar er að nemendur þekki grundvallarhugmyndir þjónandi forystu, geti kynnt sér rannsóknir og fræðileg skrif um þjónandi forystu og tileinkað sér efnið á gagnrýninn hátt. Þá er markmiðið að nemendur geti skrifað fræðilegt yfirlit um afmarkað viðfangsefni, fjallað um þær hugmyndir og hafi hæfni til að rýna í raunverulegar aðstæður miðað við hugmyndafræði þjónandi forystu.

"Áhugi á þjónandi forystu er vaxandi og þessi nýi áfangi er mikilvægt framlag til þjónandi forystu hér á landi og nýja námslínan felur í sér tækifæri til að þróa enn frekar þekkingu og hagnýtingu þjónandi forystu. Nám í þjónandi forystu á Bifröst hefur mælst vel fyrir og mjög áhugavert að halda áfram að þróa kennsluna og bjóða nemendum að sérhæfa sig enn frekar á sviði þjónandi forystu."


- Dr. Sigrún Gunnarsdóttir,

dósent og formaður Þekkingarseturs um þjónandi forystu.

Námsskrá

Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðalýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.  

Hér má finna skipulag MS námsins í kennsluskrá skólans.

Hér má finna skipulag MLM námsins í kennsluskrá skólans.

Hér má nálgast námskrá fyrir MS/MLM í forystu og stjórnun með áherslu á Þjónandi forystu fyrir skólaárið 2019-2020.