Markaðssamskipti
Viðskiptafræði með áherslu á markaðssamskipti er nám sem var upphaflega samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Sambands íslenskra auglýsingastofa og ÍMARK. Síðan hefur námið verið þróað og t.a.m hefur stafræn markaðssetning fengið aukið vægi. Markmiðið er að bjóða uppá sérhæft viðskiptanám sem er sérsniðið að þörfum þeirra sem vilja auka við menntun, þekkingu, og hæfni á sviði markaðsfræða.
Námið er sérstaklega sniðið fyrir þá sem starfa eða stefna að því að starfa að markaðsmálum. Kennarar eru sérfræðingar á sviði markaðsmála og með mikla reynslu, hver á sínu sviði. Að auki verður verður boðið uppá sérhæfingu í formi misserisverkefna (16 ECTS) og lokaritgerðar (14 ECTS).
Sérhæfing kemur fram í eftirfarandi námskeiðum:
- Boðmiðlun og birtingafræði
- Markaðsfræði 2
- Stafræn markaðssetning
- Nýir straumar í markaðsmálum
- Vörumerkjastjórnun
- CRM – Stjórnun viðskiptasamskipta
Námskrá BS í viðskiptafræði
Námskrá inniheldur upplýsingar um skipulag náms, kennsluaðferðir og námskeiðslýsingar ásamt lýsingu á þeirri þekkingu, leikni og hæfni sem nemendur eiga að búa yfir að námi loknu.
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta