Sumarnámskeið 2020

Háskólinn á Bifröst býður upp á fjölbreytt sumarnámskeið 

Í sumar er boðið upp á fimm sjálfstæð námskeið sem opin eru öllum. Námskeiðin eru hugsuð fyrir þá sem vilja nýta sumarið og styrkja stöðu sína, hvort sem stefnt er á áframhaldandi háskólanám eða ekki. Öll námskeiðin, að undanskildum Advancing Women og Máttur kvenna eru 6 ECTS einingar og geta verið metin til áframhaldandi náms, hvort sem er við Háskólann á Bifröst eða aðra háskóla, með fyrirvara um reglur þeirra um mat á fyrra námi. Námskeiðin hefjast öll 6. júlí næstkomandi.

 

Skólagjöld

6 eininga námskeið kostar 66.000 krónur.

Máttur kvenna kostar 33.000 kr. Advancing Women er gjaldfrjálst.

Styrkir vegna skóla- eða námskeiðsgjalda

Hægt er að sækja um styrk vegna skóla eða námskeiðsgjalda til stéttarfélaga og í einhverjum tilvikum vinnuveitenda. Við hvetjum nemendur til að kanna sinn rétt hjá þeim aðilum.

Lánshæft nám

Nám á sumarönn er lánshæft hjá LÍN. Sækja þarf um sumarlán sérstaklega á heimasíðu LÍN. Umsóknarfrestur um lán á sumarönn er til 15. júlí ár hvert.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur um nám á sumarönn er til 30.júní næstkomandi. Sótt skal um með því að fylla út sérstakt umsóknarform með því að smella hér.

Sumarnámskeið – námsframboð

Krossgötur 6 ECTS

Alþjóðakerfið og hnattrænar áskoranir 6 ECTS

Academic English 6 ECTS

Máttur kvenna 3 ECTS

Advancing Women 3 f-ein einingar.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta