Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi

Kennt verður í fjarnámi með einum til tveimur fyrirlestrum á viku, 15 til 30 mínútur að lengd. Vikulega verður jafnframt 40 mínútna tími á Teams þar sem kennari er til viðtals og svarar spurningum um verkefni sem lögð verða fyrir á námskeiðinu.

Um miðbik námskeiðs er tveggja daga vinnuhelgi á Bifröst. Vinnuhelgin hefst með kvöldgöngu á föstudagskvöldi og stendur til sunnudags. Kvöldganga og samvera utan kennslu er skipulögð í samvinnu við Kennarafélag Reykjavíkur.

Í upphafi verður kynningarfundur í Reykjavík og í lokin verður útskrift þar sem nemendur og kennarar rýna sér til gagns. Opnir tímar verða á tveggja vikna festi í Reykjavík þar sem kennari er til viðtals.

Námskeið hefst um miðjan oktober og stendur í átta vikur. Námskeiðið er undirbúið og kynnt í samvinnu við Kennarafélag Reykjavíkur. Til að námskeiðið verði kennt þarf tuttugu þátttakendur.

Jón Freyr Jóhannsson, lektor við Háskólann á Bifröst, heldur utan um námskeiðið.

Námskeiðið veitir 8 ECTS einingar.

Efni

 • Microsoft Office forritin og samspil þeirra, samsvarandi lausnir frá Google
 • Teams og tengdar lausnir
  • til funda, og tæknimál þeirra leyst á sem bestan hátt
  • til geymslu og miðlunar gagna, svo sem með Planner, Forms og OneNote
 • Excel líkanagerð
  • hvernig búa má til líkön og ýmsar töflur, ásamt tölfræðivinnslu
  • Excel til greiningar og skipulags gagna
  • Tölfræði með Excel
 • Word ritvinnsla, kafað undir yfirborðið
 • Áhersla á myndræna framsetningu efnis
 • Gerð og klipping myndbandsefnis þ.m.t. upptökur frá Teams-fundum/kennslustundum og aðrar upptökur af því sem fram fer á tölvuskjá
 • Lausnir í Google umhverfinu/Google Classroom samsvarandi þeim MS Office lausnum sem kynntar eru
 • Kynnt notkun raddinnsláttar (dictation) á íslensku og öðrum tungumálum í Google of Office
 • Ýmis önnur gagnleg verkfæri kennarans

Námskeiðið er byggt á námskeiði í upplýsingatækni sem allir nemendur við Háskólann á Bifröst taka.

Námsmat

Verkefni liggja grundvallar námsmati.

Tímasetningar og verð

Námskeiðið hefst með kynningu 16. október í Reykjavík. Vinnuhelgi á Bifröst verður 13. til 14. nóvember. Námskeiðinu lýkur 10. desember.

Verð 129.900. Innifalin er kennsla í átta vikur, tveir hádegisverðir, kvöldverður á laugardegi, gisting með sér baðherbergi á tveggja daga vinnuhelgi á Bifröst sem hefst með kvöldgöngu og samveru klukkan 20:00 á föstudagskvöldi á Bifröst.

Kennarar geta sótt um styrk fyrir námskeiðsgjaldinu í Vonarsjóð Kennarasambands Íslands, starfsþróunarsjóð Félags grunnskólakennara (FG) og Skólastjórafélags Íslands (SÍ).

Tveimur vikum áður en námskeiðið hefst verður boðið upp á stutt undirbúningsnámskeið sem Kennarafélag Reykjavíkur styrkir. Kennarar borga því einungis 10.000 fyrir það. Það er að hluta til kennt í staðanámi og nær yfir þrjár kvöldstundir.  

Hægt er að skrá sig á námskeiðið gegnum skráningarvef skólans.

Nánari upplýsingar veitir Anna Jóna Kristjánsdóttir á simenntun@bifrost.is og í síma 787 3757.