Stjórnun stafrænna viðskipta


Nám í umsjón og þróun netverslunar með stafrænum miðlum.

Heilsteypt nám sem undirbýr þátttakendur í stjórnun á mikilvægustu þáttum netverslunar og ferðaþjónustu með stafrænum lausnum.

Fimm námsáfangar á tíu vikum:

 • Tækifæragreining og viðeigandi tæknilausnir. Kennari: Edda Blumenstein, forstöðumaður Rannsóknaseturs verslunarinnar
 • Stafræn markaðssetning. Kennari: Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor í markaðsfræðum
 • Hönnun og vefgreining. Kennari: Una Helga Jónsdóttir, framkvæmdastjóri og sérmenntuð í vefhönnun
 • Talnagreining. Kennari: Árni Sverrir Hafsteinsson, hagfræðingur og háskólakennari
 • Vörustjórnun (logistics). Kennari: Thomas Möller, hagverkfræðingur og sérfræðingur í vörustjórnun

Námið fer fram með fjarkennslu og fjórum sameiginlegum vinnustofum í Reykjavík.

Námstími: 1. september – 10. nóvember 2021

Nánari upplýsingar um verð og skráning: simenntun@bifrost.is

Nánari námslýsingar fyrir hvern áfanga námsins, hér.

Meginmarkmiðið námsins er að gera þátttakendur hæfa til að stjórna sölu og markaðsstarfi gegnum stafræna miðla á netinu. Markhópurinn er fólk með starfsreynslu, einkum úr verslunum og ferðaþjónustu.

 • Hagnýtt fjarnám með áherslu á að nýta stafræna tækni í netverslun og við þjónustuviðskipti.
 • Námið er fyrir þig sem hefur minnst tveggja ára starfsreynslu og ert opin/n fyrir nýjum tækifærum með stafrænum lausnum.
 • Námið veitir þjálfun í skipulagðri og skapandi aðferðum við raunverulegar aðstæður.
 • Nám sem veitir tækifæri til atvinnu á mjög eftirsóttum sviðum vinnumarkaðar.
 • Hægt er að stunda námið með vinnu.
 • Kennt er á íslensku en hluti námsefnis getur verið á ensku.
 • Gert er ráð fyrir að nemendur vinni raunhæf verkefni í tengslum við fyrirtæki eða stofnun. Annað hvort fyrirtæki
 • sem nemandi vinnur hjá, hefur áður unnið hjá eða þekkir vel til.
 • Þeir sem ljúka náminu hljóta Diplóma og hafa um leið aflað sér 10 f-einingar til inngöngu í BS nám við Háskólann á Bifröst.

Hvers vegna að velja Bifröst?

 1. Í fararbroddi í fjarnámi
 2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
 3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
 4. Sterk tengsl við atvinnulífið
 5. Persónuleg þjónusta