Sölu- og þjónustunámskeið

Sölu- og þjónustunámskeið innan símenntunar byggja á traustum grunni leiðbeinenda sem hafa starfað á sviðinu til fjölda ára. Úr er að velja jafnt inngangsnámskeið sem og námskeið fyrir lengra komna og snert á flestum flötum sölu- og þjónustu allt frá sölutækni til þjónustubjörgunar.

Árangursríkt sölustarf-allt telur þegar þú selur:

Námskeiðið hentar sölufólki sem vill ná enn betri árangri í sölustarfi. Farið er yfir 12 ráð sem hjálpa þátttakendum að vera betri sölumenn. Hæfileikinn til að sannfæra fólk er talinn ein mikilvægasta hæfnin í dag sem tengir saman tímastjórnun, kynningartækni og samningatækni.

Mikilvægi þjónustu:

Hér er þjónusta skoðuð út frá því að vera sköpunarkraftur fyrirtækis og kannað hvernig hana megi bæta og móta þjónustustefnu. Unnið er út frá því að varan sé hetjan en þjónustan sé stjarnan. Þá verður skilgreint hvað þjónusta sé og áhersla lögð á mikilvægi hennar í daglegum viðskiptum og samskiptum.

Sala með bros á vör:

Farið er yfir lykilþætti söluferilsins til að skoða hvað getur haft áhrif á sölu og mikilvægi þess að hlusta á viðskiptavininn, greina þarfir og hvernig hægt er að loka sölunni. 

Sölutækni:

Megin markmiðið með námskeiðinu er að nemendur læri að þróa með sér góða tækni í sölu og stjórnun. Þar verður skoðað hvað sala er og því blandað saman við mikilvægi þess að hlusta á þarfir viðskiptavinarins  til að geta þjónustað hann á réttan hátt. 

Þjónustubjörgun og orðspor:

Farið er yfir samskipti framlínustarfsmanna við viðskiptavini, sérstaklega meðhöndlun kvartana, og kynntar kerfisbundnar aðferðir við þjónustubjörgun. Rætt er um  tengsl upplifunar viðskiptavina við fyrirtækið og framlínustarfsmenn og það sett í samhengi við væntingar og orðspor.

 

 

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta