Rekstur og stofnun vefverslunar

Á umliðnum mánuðum hefur mikil aukning verið í verslun á netinu. Margir vilja fræðast meira um rekstur vefverslana og kemur námskeið þetta til móts við þarfir þeirra sem reka slíka verslun eða íhuga að stofnun vefverslunar.
Á námskeiðinu verður farið yfir hvað einkennir góða vefverslun og þá einkum hvaða eiginleikum árangursík vefverslun þarf að búa yfir. Farið verður yfir helstu þætti er lúta að stafrænni markaðassetningu ásamt einfaldri auglýsingavinnslu, og sjónum verður m.a. beint að því hvernig samþætta megi samfélagsmiðla og vefversluna. Þá verður aðferðarfræði tvinnuð saman við hagnýt verkefni sem nýtast þátttakendum vel.

Kennarar eru Edda Blumenstein, doktor í Retail umbreytingu (e.Omnichannel retailing transformation) og eigandi ráðgjafafyrirtækisins beOmni og Una Helga Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri Ferðaskrifstofunnar Mundo og eigandi vefverslunarinnar Navía.

Kennslan hefst laugardaginn 6. mars með tveggja klukkustunda staðlotu á Suðurlandsbraut 22. Kennslan nær yfir þrjár vikur en kennt verður gegnum Canvas sem er kennslukerfi skólans og verða tveir fyrirlestrar á viku á netinu og munu nemendur vinna stutt en hagnýt verkefni í tengslum við nám sitt. 

Guðjón Ragnar Jónasson veitir allar nánari upplýsingar á netfanginu simenntun@bifrost.is eða í síma 860 0414. Hægt er að skrá sig gegnum umsóknarkerfi Háskólans á BifröstEinnig er hægt að senda umsókn á netfangið simenntun@bifrost.is.

Námskeið kostar 39.500.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta