Námsgluggi

Símenntun Háskólans á Bifröst býður fólki að hefja háskólanám nú á  haustmánuðum. Kennslan hefst þann 19. október. Nemendur geta skráð sig í stök námskeið í gegnum símenntunarmiðstöð skólans. Námskeið þessi eru kennd í grunn- og meistaranámi skólans. Nemendur geta í framhaldinu, eða um næstu áramót sótt um formlega skólavist á Bifröst. Námskeiðin sem hægt er að taka nú verða þá metin inn í námsferil nemandans ef viðkomandi hefur formlegt nám á Bifröst.

Þátttakendur þurfa að uppfylla aðgangsviðmið háskóla en með umsókn skal fylgja staðfest afrit af námsferlum. Hugsunin er sú að námskeið þessi geti verði fyrsta varðan á háskólagöngu viðkomandi á Bifröst. Hér er sem sagt um að ræða nokkurs konar glugga fyrir fólk til að hefja háskólanám á miðri önn. Þeir sem ekki innritast formlega inn í Háskólann á Bifröst fá skjal frá símenntun Háskólans á Bifröst um að viðkomandi hafi lokið námskeiðinu. 

Greiðslur fyrir þátttöku miðast við gjaldskrá skólans. Hana má nálgast hér: Skólagjöld

Styrkir vegna skóla- eða námskeiðsgjalda

Hægt er að sækja um styrk vegna skóla eða námskeiðsgjalda til stéttarfélaga og í einhverjum tilvikum vinnuveitenda. Við hvetjum nemendur til að kanna sinn rétt hjá þeim aðilum.

Umsóknarfrestur er til 12. október

Þegar sótt er um kemur upp valmyndin "veldu námsstig". Þar er valin símenntun.

Athugið að námskeiðsgjald verður innheimt að fullu ef skráður þátttakandi hættir við að sitja námskeið, en hefur ekki tilkynnt forföll með tölvupósti til nemendaskrár á nemendaskra@bifrost.is að minnsta kosti 48 klukkustundum áður en námskeið hefst.

Grunnnám

Þau námskeið sem í boði verða í grunnnámi félagsvísinda- og lagadeild í gegnum símenntun eru eftirfarandi:

Framsækni - Örugg tjáning. 2 ECTS einingar. Sirrý Arnardóttir.
Námskeiðslýsing

Íslensk stjórnmál. 6 ECTS einingar. Kennari er Eiríkur Bergmann prófessor.
Námskeiðslýsing

Skapandi skrif og sala hugmynda. 6 ECTS einingar. Kennari er Ingibjörg Rósa Björnsdóttir.
Námskeiðslýsing

Upplýsingatækni 4 ECTS einingar. Kennari Jón Freyr Jóhannsson lektor.
Námskeiðslýsing

Aðferðafræði. 6 ETCS einingar. Kennari er Andrea Guðmundsdóttir.
Námskeiðslýsing

Þau námskeið sem í boði verða í grunnnámi viðskiptadeild í gegnum símenntun eru eftirfarandi:

Upplýsingatækni 4 ECTS einingar. Kennari Jón Freyr Jóhannsson lektor.
Námskeiðslýsing

Markaðsfræði 1. 6. ECTS einingar. Kennari er Ragnar Már Vilhjálmsson.
Námskeiðslýsing

Þjónustustjórnun. 6 ECTS einingar. Kennari er Brynjar Þór Þorsteinsson lektor.
Námskeiðslýsing

Vinnusálfræði. 6 ETCS einingar. Kennari er Arney Einarsdóttir dósent.
Námskeiðslýsing

Aðferðafræði. 6 ETCS einingar. Kennari er Andrea Guðmundsdóttir.
Námskeiðslýsing

Framsækni - Örugg tjáning. 2 ECTS einingar. Sirrý Arnardóttir.
Námskeiðslýsing

Meistaranám

Þau námskeið sem í boði verða í meistaranámi félagsvísinda- og lagadeild í gegnum símenntun eru eftirfarandi:

Húmor og jafnrétti í stjórnun. 6 ECTS einingar.  Kennarar eru Sigrún Lilja Einarsdóttir dósent og Edda Björgvinsdóttir.
Námskeiðslýsing

Menning, markaður og miðlun. 6 ECTS einingar. Kennari er Vilborg Soffía Kristinsdóttir.
Námskeiðslýsing

Áætlanagerð og verkefnastjórnun. 6 ECTS einingar. Kennari er Þórunn Sigurðardóttir.
Námskeiðslýsing

Þau námskeið sem í boði verða í meistaranámi viðskiptadeild í gegnum símenntun eru eftirfarandi:

Alþjóðleg markaðsfræði. 6 ECTS einingar. Kennari er Ragnar Már Vilhjálmsson.
Námskeiðslýsing

Vinnuréttur. 6 ECTS einingar. Kennari er Elín Blöndal.
Námskeiðslýsing

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta