Íslenska sem annað mál

Háskólinn á Bifröst býður upp á hágæða nám í íslensku sem öðru máli. Námið er sniðið að getustigi hvers og eins. Unnið er markvisst með færniþættina fjóra; lestur, skrift, talað mál og hlustun. Öllum nemendum er boðið að fara í stöðupróf áður en námið hefst þannig að tryggt sé að þeim sé mætt á sínu getustigi.

Um er að ræða fjarnám og er kennt gegnum kennslukerfið Canvas. Í hverju námskeiði verður einn vinnudagur á Bifröst þar sem unnið verður í hópum og málnotkun þjálfuð.

Boðið er upp á fimm áfanga á mismunandi þyngdarstigum. Kennsla hefst í fyrstu áföngunum um miðjan janúar, sjá nánar hér að neðan.

Íslenska eitt:

Grunnáfangi í íslensku fyrir nemendur með erlendan bakgrunn. Áhersla er á alla færniþætti tungumálanáms samkvæmt viðmiðurramma Evrópuráðsins fyrir erlend tungumál (skilningur, talað mál og ritun). Lesnir eru einfaldir textar sem tengjast daglegu lífi.

Kennt verður frá 18. janúar til 5. mars.

Íslenska tvö:

Áfram er unnið með alla færniþætti málsins samkvæmt viðmiðunarrama Evrópuráðsins. Lesnir verða fjölbreytilegir textar og framburður æfður. 

Kennt verður frá 8. mars til 30. apríl.

Íslenska þrjú:

Áfram er unnið með alla færniþætti málsins samkvæmt viðmiðunarramma Evrópuráðsins. Lesnir verða fjölbreytilegir textar og framburður æfður. Þessi áfangi hentar vel nemendum sem hafa skilning á málinu og vilja virkja óvirkan orðaforða sinn.

Þetta námskeið verður kennt tvisvar, frá 18. janúar til 5. mars og aftur frá 3. maí til 18. júní

Íslenska fjögur:

Nánari upplýsingar koma síðar.

Kennt verður frá 8. mars til 30. apríl

Íslenska fimm:

Nánari upplýsingar koma síðar.

Kennt verður 3. maí til 18. júní

Guðjón Ragnar Jónasson veitir allar nánari upplýsingar á netfanginu simenntun@bifrost.is eða í síma 860 0414. Hægt er að skrá sig gegnum umsóknarkerfi Háskólans á Bifröst.

Hvert námskeið kostar 57.500

Information in English

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta