Eitt af aðalmarkmiðum Símenntunar Háskólans á Bifröst er að efla og styrkja íslenskt atvinnulíf og samfélag með því að bjóða upp á hagnýta fræðslu og þjálfun.
Símenntun Háskólans á Bifröst býður upp á þrjár námslínur í fjarnámi. Skipulag fjarnámsins er með þeim hætti að fyrirlestrar og kennsluefni í hverju námskeiði er aðgengilegt nemendum á fjarnámsvef háskólans og nemendur geta þannig skipulagt tíma sinn eins og þeim hentar best. Í öllum námskeiðum eru jafnframt vinnulotur þar sem nemendur hittast ásamt kennara á Bifröst. Nemendur fá gistingu á staðnum en öll aðstaða og aðbúnaður nemenda er til fyrirmyndar.