Háskólagátt með vinnu

Háskólagátt með vinnu er tveggja ára aðfaranám sem er skiplagt með það í huga að nemendur geti stundað nám samhliða vinnu. Markmið námsins er að undirbúa nemendur sem ekki hafa stúdentspróf fyrir grunnnám háskólans.

Aðgangsviðmið

Umsækjendur þurfa að hafa lokið 120 f-einingum - Sjá nánar um aðgangsviðmið í Háskólagátt.

Fyrirkomulag náms 

Námið er fjarnám og er ein staðnámslota í hverri námslotu við verkefnavinnu á Bifröst. 

Í grunnatriðum taka kennsluhættir mið af þeim aðferðum sem tíðkast í framhaldsskólum landsins ásamt þeirri þróun og nýsköpun sem þar fer fram. En þar sem námið er innan Háskólagáttar sem starfar sem hluti af háskólastofnun mótast starfsemi hennar ekki síður af áherslum og markmiðum Háskólans á Bifröst. Þannig er lögð áhersla á sjálfstæða, skapandi og gagnrýna hugsun, glímu við raunhæf verkefni og vinnu að lausn vandamála. Námið og reynslan sem því tengist stuðlar að agaðri hugsun og vinnulagi.

Í öllu námi við Háskólann á Bifröst er áhersla lögð á hópavinnu og raunhæf verkefni sem tengjast samfélagi, viðskiptalífi, réttarkerfi og stofnunum og þetta á einnig við um námið í Símenntun. Námsmat er byggt á stöðugri verkefnavinnu sem þjálfar nemendur í sjálfstæðum vinnubrögðum. Hópastarf er mikilvægur þáttur námsins, svo og teymisvinna, en með þessu reynir skólinn að taka mið af þeim vinnuaðferðum sem tíðkast á vinnumarkaðnum almennt.

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans.

Hvers vegna að velja Bifröst?

  1. Í fararbroddi í fjarnámi
  2. Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
  3. Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
  4. Sterk tengsl við atvinnulífið
  5. Persónuleg þjónusta