Aðgangsviðmið

Til þess að eiga kost á að hefja nám í Háskólagátt þurfa nemendur að hafa lokið 120 framhaldsskólaeiningum (fein) samkvæmt núgildandi einingakerfi framhaldsskóla. Það jafngildir um það bil 70-75 einingum samkvæmt gamla einingakerfinu. Auk þess verða umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti einum áfanga í íslensku, stærðfræði og ensku. 

Til þess að eiga kost á að hefja nám í Háskólagátt með áherslu á verslun og þjónustu þurfa nemendur að hafa lokið 118 framhaldsskólaeiningum (fein) samkvæmt núgildandi einingakerfi framhaldsskóla. Það jafngildir um það bil 72 einingum samkvæmt gamla einingakerfinu. Auk þess verða umsækjendur að hafa lokið að minnsta kosti einum áfanga í íslensku, stærðfræði og ensku. 

Til þess að eiga kost á að hefja nám í verslun og þjónustu þurfa nemendur að vera orðnir 20 ára og hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu.

Menntastoðir er spennandi námsleið fyrir þá sem vilja ljúka grunnfögum í framhaldsskóla. Nám við Menntastoðir er metið inn í Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Hægt er að stunda nám við Menntastoðir hjá Framvegis, Mími, ViskuSímenntunarmiðstöð VesturlandsMiðstöð símenntunar á SuðurnesjumAusturbrú og Fræðslunet Suðurlands