Starfsnám
Nemendur geta sótt um starfsnám í stað valnámskeiðs. Starfsnámið er í öllum tilvikum ólaunað en nemendur fá 6 ECTS einingar fyrir fulla vinnu í fjórar vikur (160 klukkustundir). Starfsnámið er valkostur sem nemendur í öllum námslínum í grunnnámi geta sótt um. Meistaranemar í ML námi, alþjóðaviðskiptum, alþjóðlegri stjórnmálahagfræði, forystu og stjórnun og menningarstjórnun geta einnig sótt um starfsnám í stað 6 eininga valnámskeiðs.
Hægt er að sækja um starfsnám til umsjónarmanns starfsnámsins og eru umsóknarfrestir fyrir hverja önn eftirfarandi:
Sumarönn: 15. febrúar
Haustönn: 30. maí
Vorönn: 15. október
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá ásamt upplýsingum um hvenær er óskað eftir að komast að í starfsnám og hver eru helstu áhugasvið umsækjenda. Ferilskráin þarf að vera nægjanlega vönduð til að hægt sé að framsenda á þau fyrirtæki sem eru í samstarfi við skólann um starfsnám.
Skilyrði þess að komast í starfsnám er að nemandi hafi lokið 110 ECTS í grunnnámi og 30 ECTS í meistaranámi og hafi fyrstu einkunn. Ákvörðun um hvort nemandi fái námsvist byggist á námsárangri, hversu langt nemandi er kominn í námi svo og þörfum og óskum samstarfsaðila skólans.
Skólinn getur ekki tryggt það fyrirfram að pláss finnist fyrir alla þá sem sækja um starfsnám hverju sinni, þar sem við treystum á samstarf fyrirtækja í þessum efnum. Leitast er við að vinna úr umsóknum nægjanlega hratt til að nemendur geti gert aðrar ráðstafanir varðandi skráningar í námskeið, ef ekki tekst að finna pláss fyrir alla umsækjendur.
Upplýsingar um starfsnám erlendis má finna hér.
Umsjónarmaður starfsnáms: Jóhanna Marín Óskarsdóttir, prófstjóri, starfsnam@bifrost.is
Hvers vegna að velja Bifröst?
- Í fararbroddi í fjarnámi
- Allt námsefni aðgengilegt á netinu þegar þér hentar
- Skólinn kemur til þín og mætir þínum þörfum
- Sterk tengsl við atvinnulífið
- Persónuleg þjónusta