Diplómanám í skapandi greinum

Diplómanám í skapandi greinum er hagnýt námsbraut á grunnstigi sem veitir nemendum þjálfun til að starfa í þessum vaxandi atvinnuvegi. Námsbrautin er einkum sniðin fyrir þá sem vilja öðlast innsýn og skilning á starfi framleiðenda, verkefnastjóra, umboðsmanna, útgefenda, sýningastjóra, listrænna stjórnenda, framkvæmdastjóra, frumkvöðla og „brautryðjenda“ í hinum margvíslegu menningar- og hugverkagreinum sem sameinast undir skilgreiningunni skapandi greinar. Þessar greinar eru til dæmis, tónlist, kvikmyndir, leikir, leikhús, hönnun, fjölmiðlar, auglýsingar, tíska, upplifun, afþreying og nýmiðlun. Diplómanám í skapandi greinum er þverfaglegt á sviði viðskiptafræði, stjórnunar, menningarfræði og markaðsfræði. Námið er tengt raunhæfum verkefnum þar sem lögð er áhersla á að veita góðan grunn fyrir nemendur til að finna störf við hæfi eða til frekara náms í háskóla, t.d. til að ljúka BA-námi, kjósi nemendur svo.

Markmið með námsbrautinni

Þetta er hagnýtt nám þar sem lögð er áhersla á að læra með því að koma hugmyndum og verkefnum í framkvæmd. Námið miðar að því að miðla þekkingu um þau störf sem eru í boði í skapandi greinum og þjálfa hæfni til að vinna innan geirans. Markmið námsins er að veita nemendum grunn sem nýtist þeim í fjölbreyttu verkefnum sem í boði eru og um leið dýpka skilning þeirra í gegnum eigin verkefnavinnu á völdu sviði innan skapandi geira.

Ég hefði pottþétt farið í svona nám ef það hefði staðið til boða þegar ég var að klára menntaskóla og var að reyna að finna út úr því hvernig maður gæti  lifað af því að vinna við að koma tónlist á framfæri. 

- Hildur Maral,
Útgáfu- og markaðsstýra - Mercury KX / Universal Music

Um námið: Velkomin
Námskeiðslýsing: Haustönn
Námskeiðslýsing: Vorönn
Fréttatilkynningu má lesa hér.

Hér má finna skipulag námsins í kennsluskrá skólans.

Umsjón með námslínu: Njörður Sigurjónsson er forseti félagsvísinda- og lagadeildar, staðgengill hans er Helga Kristín Auðunsdóttir.