Vörumerkjastjórnun

Nemendur læra um mikilvægi virðis vörumerkja og hvernig þarf að byggja upp, mæla og stjórna virði vörumerkja. Fjallað er um virkni vörumerkis, ferli til að byggja upp vörumerki, aðferðir til að mæla virði og leiðir til að nýta sér virði vörumerkis, aðferðir til að stjórna safni vörumerkja ásamt stjórnun vörumerkis yfir tíma, landamæri og milli markaðshluta. Vegna þess hve mikilvæg stafræn markaðssetning og samfélagsmiðlar eru við stjórnun vörumerkja verður umfjöllun um hugtök og aðferðir gegnumgangandi í námskeiðinu. Í heimi örra tækniframfara og breytinga á samfélagsgerð þá hafa með tilkomu gangvirkra tækja og tóla skapast bæði fleiri tækifæri og áskoranir í stjórnun vörumerkja.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja efla þekkingu sína á vörumerkjum og stjórnun þeirra.

Þátttökugjald er kr. 141.966. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um grunngráðu á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 28. febrúar 2022 og stendur til 26. apríl 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 17. - 20. mars.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor við Háskólann á Bifröst. Brynjar hefur sérhæft sig í hinum stafræna heimi eins og alþjóðavæðingu stafrænna fyrirtækja sem var viðfangsefni hans í meistaranámi við CBS. Í gegnum doktorsnám hans hefur hann rannsakað vörumerkjastjórnun í stafrænum heimi og stafræna upplifun neytenda ásamt að skoða stafræna umbreytingu fyrirtækja.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 11. febrúar 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM