Vörumerkjastjórnun

Vörumerkjastjórnun

Þátttakendur öðlist skilning á mikilvægi virðis vörumerkja og hvernig þarf að byggja upp, mæla og stjórna virði vörumerkja. Fjallað er um virkni vörumerkis, ferli til að byggja upp vörumerki, aðferðir til að mæla virði og leiðir til að nýta sér virði vörumerkis, aðferðir til að stjórna safni vörumerkja ásamt stjórnun vörumerkis yfir tíma, landamæri og milli markaðshluta. Vegna þess hve mikilvæg stafræn markaðssetning og samfélagsmiðlar eru við stjórnun vörumerkja verður umfjöllun um hugtök og aðferðir gegnumgangandi í námskeiðinu. Í heimi örra tækniframfara og breytinga á samfélagsgerð þá hafa með tilkomu gangvirkra tækja og tóla skapast bæði fleiri tækifæri og áskoranir í stjórnun vörumerkja.

Sjá nánar kennsluskrá

Þátttökugjald er 219.000 kr 

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu í Borgarnes. Kennsla hefst 29. febrúar 2024 og stendur til 19. apríl 2024. Um fjögurra stunda vinnustofa á verður á tímabilinu 4.-7. apríl í Borgarnesi, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.     

Kennari

Kennari námskeiðsins er Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor við Háskólann á Bifröst. Brynjar hefur sérhæft sig í hinum stafræna heimi eins og alþjóðavæðingu stafrænna fyrirtækja sem var viðfangsefni hans í meistaranámi við CBS. Í gegnum doktorsnám sitt hefur hann rannsakað vörumerkjastjórnun í stafrænum heimi og stafræna upplifun neytenda ásamt að skoða stafræna umbreytingu fyrirtækja.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 19. febrúar 2024. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.