Vinnuréttur

Vinnuréttur

Fjallað er um reglur sem gilda á vinnumarkaði. Reglur um réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda hafa mikil áhrif á mannauðsstjórnun enda þurfa allar ákvarðanir þar að lútandi að vera í samræmi við lög.
Annars vegar um ráðningarrétt, þ.e. réttindi og skyldur starfsmanna og atvinnurekenda sem leiðir af ráðningarsambandi þeirra. Dæmi þar um eru reglur sem lúta að ráðningu til starfa, jafnrétti á vinnumarkaði og uppsagnir. Hins vegar um vinnumarkaðsrétt, þ.e. þær reglur sem gilda til dæmis um samskipti aðila vinnumarkaðarins, kjarasamninga og vinnustöðvanir. 

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla þekkingu sína á reglum sem gilda á vinnumarkaði

Þátttökugjald er 219.000 kr. 

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk einnar námsmatsviku. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 24. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27.-30. nóvember.  

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Guðmundur Heiðar Guðmundsson og Maj Britt Hjördís Briem. 

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 2. október. 

Upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.