Verkefnastjórnun
Kynntar helstu kenningar og aðferðir á sviði verkefnastjórnunar. Takmarkið er að þáttakendur tileinki sér þá vinnuþætti verkefnastjórnunar í rekstri fyrirtækja annars vegar og hæfni til stjórnunar einstakra verkefna hins vegar. Fjallað um þætti sem stuðla að markvissri og skilvirkri verkefnastjórnun. Umræður og þjálfun við uppbyggingu áætlunar, framvindu og lúkningu verkefna. Þáttakendur munu læra að greina ferli við áætlunargerð fyrir verkefnastjórnun, greina veikleika í verkáætlun, hanna og gera áætlun, skipuleggja og hafa eftirlit með verkefnum auk þess sem þeir munu læra um helstu kenningar og hugtök um verkefnastjórnun
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka færni sína í beita aðferðum verkefnastjórnunar.
Þátttökugjald er 219.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fjórtán vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda vinnustofu í Borgarnesi auk rafrænnar vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 12. apríl 2024. Rafræn vinnustofa verður á tímabilinu 25.-28. janúar. Vinnustofa í Borgarnesi verður á tímabilinu 4.-7. apríl. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl 2024.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi við Háskólann á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Sigurdur Blöndal
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.