Vellíðan í vinnu - áskoranir og tækifæri

Vellíðan í vinnu - áskoranir og tækifæri

Nemendur öðlast fræðilega og hagnýta þekkingu á ýmsum þáttum sem hafa áhrif á vellíðan starfsfólks á vinnustöðum samtímans. Skoðaðar eru nýjar rannsóknir og hugmyndir á sviði vinnusálfræði og mannauðsfræða á því hvað stuðlar að vellíðan í starfi. Fjallað er m.a. um sveigjanleika í starfi, fjarvinnu, samþættingu vinnu og einkalífs, frumkvæði í starfi (m.a. job crafting og proactive behaviors), samvinnu, hópa og teymisvinnu, samsetningu vinnustaða og hönnun þeirra (t.d. opin rými og free seating), starfsframa, ágreining, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum.

Áhersla er á hagnýta tengingu milli nýjustu rannsókna og raunveruleika á vinnustöðum. Fengnir eru gestafyrirlesarar úr atvinnulífinu og byggir námskeiðið alfarið á verkefnavinnu. Stuðst er við námsbók og fræðilegar greinar og rannsóknir og krefst námið agaðra og sjálfstæðra vinnubragða.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vinna að mannauðsmálum eða hafa áhuga á því hvaða þættir hafa áhrif á vellíðan á vinnustöðum

Þátttökugjald er kr. 149.000

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 3.-6. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Þóra Þorgeirsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.