Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi

Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi

Námsleiðin Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi er hagnýt námsleið fyrir kennara, leiðbeinendur og aðra fræðsluaðila sem vilja nýta upplýsingatækni til að bæta störf sín.

Námsleiðin samanstendur af fimm námskeiðum: undirbúningsnámskeiði án eininga og fjórum námskeiðum sem veita 2 ECTS einingar hvert. Nemendur geta tekið námsleiðina sem heild eða valið stök námskeið úr henni. Nemendur þurfa að taka 8 ECTS einingar úr námsleiðinni til að ljúka námsleiðinni.

Fyrir hverja er námsleiðin:

Efni námsleiðarinnar er sérsniðið að kennurum. Hún hentar kennurum og leiðbeinendum á öllum skólastigum og öðrum fræðsluaðilum. Þó námskeiðin séu sérsniðin að kennurum getur efni þeirra einnig hentað öðrum sem vilja efla hæfni sína í notkun á upplýsingatækni.

Aðgangskröfur:

Námskeið námsleiðarinnar veita ECTS einingar á grunnstigi háskóla. Nemendur þurfa því að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Með umsókn skulu umsækjendur láta fylgja gögn um annað hvort lokapróf úr framhaldsskóla eða um háskólanám.

Skipulag námsins:

Hvert námskeið námsleiðarinnar er 2 ECTS einingar, að undanskildu undirbúningsnámskeiði sem ekki er metið til eininga. Nemendur þurfa að taka 8 ECTS einingar úr námsleiðinni til að ljúka henni.

Kennsla í náminu fer fram í fjarnámi. Námsgögn og verkefni eru birt á kennsluvef skólans, þar sem nemendur skila einnig verkefnum. Kennslustundir verða á Teams. Hvert námskeið er tvær vikur og ein vika er á milli námskeiða.

Dagskrá námsins á haustönn 2022 er eftirfarandi:

1. september: Kynningarfundur í Reykjavík og á Teams

5.-16. september: Undirbúningsnámskeið: Grunnatriði Excel og Word

26.september-7. október: Námskeið 1: Microsoft Office og Teams (2 ECTS)

17.-28. október: Námskeið 2: Ritvinnsla og vefir (2 ECTS)

7.-18. nóvember: Námskeið 3: Excel fyrir lengra komna (2 ECTS)

28. nóvember-9. desember: Námskeið 4: Myndræn framsetning og vídeo (2 ECTS)

Hér má nálgast nánari lýsingar á námskeiðum


Námsmat:

Verkefni liggja til grundvallar námsmati. Unnin verða 2-3 skilaverkefni í hverju námskeiði.

Umsjónarkennari námsleiðar:

Umsjónarkennari námleiðar er Jón Freyr Jóhannsson. Jón Freyr er lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst frá 2008. Jón Freyr hefur BSc. gráðu í tölvunarfræði, meistaragráðu í viðskiptafræði og auk þess kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskólum. Hann hefur frá 2008 kennt fjölda námskeiða í Háskólagátt, endurmenntun og í háskóladeildum á Bifröst, m.a. í upplýsingatækni og stærðfræði.

Jón Freyr kenndi áður við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2000 en einnig  við aðrar menntastofnanir frá 1990. Auk þess hefur hann reynslu á sviði stjórnunar og ráðgjafar á sviði stefnumótunar, upplýsingatækni, sjálfsmats fyrirtækja og gæðastjórnunar í rúm þrjátíu ár.

Áherslur Jóns Freys í rannsóknum eru á sviði kennslufræði og þróunar kennsluaðferða.

Styrkur:

Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum í Vonarsjóð Kennarasambands Íslands, starfsþróunarsjóð Félags Grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Framhaldsskólakennarar geta sótt um styrk fyrir skólagjöldum og loknum ECTS einingum í Vísindasjóð Félags Framhaldsskólakennara.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2022.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.