Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi

Námsleiðin Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi er hagnýt námsleið fyrir kennara, leiðbeinendur og aðra fræðsluaðila sem vilja nýta upplýsingatækni til að bæta störf sín.

Námsleiðin samanstendur af fimm námskeiðum: undirbúningsnámskeiði án eininga og fjórum námskeiðum sem veita 2 ECTS einingar hvert. Nemendur geta tekið námsleiðina sem heild eða valið stök námskeið úr henni. Nemendur þurfa að taka 8 ECTS einingar úr námsleiðinni til að ljúka námsleiðinni.

Fyrir hverja 

Efni námsleiðarinnar er sérsniðið að kennurum. Hún hentar kennurum og leiðbeinendum á öllum skólastigum og öðrum fræðsluaðilum. Þó námskeiðin séu sérsniðin að kennurum getur efni þeirra einnig hentað öðrum sem vilja efla hæfni sína í notkun á upplýsingatækni.

Þátttökugjald

Þátttökugjald er kr. 129.000. Stakt námskeið er á kr. 35.000. 

Umsóknir, forkröfur og einingar

Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. Námskeið námsleiðarinnar veita 8 ECTS einingar á grunnstigi háskóla. Nemendur þurfa því að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Með umsókn skulu umsækjendur láta fylgja gögn um annað hvort lokapróf úr framhaldsskóla eða um háskólanám.

Námsmat

Verkefni liggja til grundvallar námsmati. Unnin verða 2-3 skilaverkefni í hverju námskeiði.

Fyrirkomulag

Hvert námskeið námsleiðarinnar er 2 ECTS einingar, að undanskildu undirbúningsnámskeiði sem ekki er metið til eininga. Nemendur þurfa að taka 8 ECTS einingar úr námsleiðinni til að ljúka henni.

Kennsla í náminu fer fram í fjarnámi. Námsgögn og verkefni eru birt á kennsluvef skólans, þar sem nemendur skila einnig verkefnum. Kennslustundir verða á Teams. Hvert námskeið er tvær vikur og ein vika er á milli námskeiða.

Dagskrá námsins á vorönn 2022 er eftirfarandi:

 • 22. janúar: Kynningarfundur í Reykjavík

 • 24. janúar – 4. febrúar: Undirbúningsnámskeið: Grunnatriði Excel og Word

 • 14.-25. febrúar: Námskeið 1: Microsoft Office og Teams (2 ECTS)

 • 7.-18. mars: Námskeið 2: Ritvinnsla og vefir (2 ECTS)

 • 28. mars – 8. apríl: Námskeið 3: Excel fyrir lengra komna (2 ECTS)

 • 25. apríl – 6. maí: Námskeið 4: Myndræn framsetning og vídeo (2 ECTS)

  Nánari lýsing á námskeiðum

  Kennari

  Umsjónarkennari námleiðar er Jón Freyr Jóhannsson, lektor við Háskólann á Bifröst.

  Styrkir

  Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum í Vonarsjóð Kennarasambands Íslands, starfsþróunarsjóð Félags Grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Framhaldsskólakennarar geta sótt um styrk fyrir skólagjöldum og loknum ECTS einingum í Vísindasjóð Félags Framhaldsskólakennara.

  Umsóknarfrestur

  Umsóknarfrestur er til 10. janúar 2022.

  Nánari upplýsingar veitir Anna Jóna Kristjánsdóttir á simenntun@bifrost.is og í síma 787 3757.

  SÆKJA UM