Upplýsingatækni í skólastarfi - námskeið 3

Upplýsingatækni í skólastarfi - námskeið 3

Námsleiðin Upplýsingatækni og tölvunotkun í skólastarfi er hagnýt námsleið fyrir kennara, leiðbeinendur og aðra fræðsluaðila sem vilja nýta upplýsingatækni til að bæta störf sín.

Nemendur geta tekið námsleiðina sem heild eða valið stök námskeið úr henni.  

Hér skráir þú þig í námskeið 3: Excel fyrir lengra komna

Fjallað verður um Microsoft Office hugbúnaðinn og samspil hinna ýmsu hluta hans. 

Unnið verður með eftirfarandi hluta Office hugbúnaðar:

  • Notkun Teams til netfunda og hvernig tæknimál þeirra má leysa á sem bestan hátt.
  • Notkun Teams til geymslu og miðlunar gagna.
  • Hvernig má nota Planner, Forms og OneNote m.a. í tengslum við Teams.
  • Kynntar verða stuttlega samsvarandi lausnir frá Google.

Kynnt einföld tæki verkefnastjórnunar og þau notuð við verkefnavinnu.

Auk þessa verða kynnt nokkur smáforrit/öpp sem gott getur verið að nota.

Hér má nálgast nánari lýsingu á öllum námskeiðum námsleiðarinnar

Aðgangskröfur:

Námskeiðið veitir 2 ECTS einingar á grunnstigi háskóla. Nemendur þurfa því að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun. Með umsókn skulu umsækjendur láta fylgja gögn um annað hvort lokapróf úr framhaldsskóla eða um háskólanám.

Skipulag námsins:

Kennsla í náminu fer fram í fjarnámi. Námsgögn og verkefni eru birt á kennsluvef skólans, þar sem nemendur skila einnig verkefnum. Kennslustundir verða á Teams. Hvert námskeið er tvær vikur og ein vika er á milli námskeiða.

Námsmat:

Verkefni liggja til grundvallar námsmati. Unnin verða 2-3 skilaverkefni í hverju námskeiði.

Umsjónarkennari námsleiðar:

Umsjónarkennari námleiðar er Jón Freyr Jóhannsson. Jón Freyr er lektor við Viðskiptadeild Háskólans á Bifröst frá 2008. Jón Freyr hefur BSc. gráðu í tölvunarfræði, meistaragráðu í viðskiptafræði og auk þess kennsluréttindi í grunn- og framhaldsskólum. Hann hefur frá 2008 kennt fjölda námskeiða í Háskólagátt, endurmenntun og í háskóladeildum á Bifröst, m.a. í upplýsingatækni og stærðfræði.

Jón Freyr kenndi áður við Háskólann í Reykjavík frá árinu 2000 en einnig  við aðrar menntastofnanir frá 1990. Auk þess hefur hann reynslu á sviði stjórnunar og ráðgjafar á sviði stefnumótunar, upplýsingatækni, sjálfsmats fyrirtækja og gæðastjórnunar í rúm þrjátíu ár.

Áherslur Jóns Freys í rannsóknum eru á sviði kennslufræði og þróunar kennsluaðferða.

Styrkur:

Hægt er að sækja um styrk fyrir námskeiðsgjöldum í Vonarsjóð Kennarasambands Íslands, starfsþróunarsjóð Félags Grunnskólakennara og Skólastjórafélags Íslands. Framhaldsskólakennarar geta sótt um styrk fyrir skólagjöldum og loknum ECTS einingum í Vísindasjóð Félags Framhaldsskólakennara.

Umsóknarfrestur:

Umsóknarfrestur er til 22. ágúst 2022.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.