Upplýsingalög og lög um persónuvernd - Opinber stjórnsýsla

Upplýsingalög og lög um persónuvernd - Opinber stjórnsýsla

Í þessu námskeiði eru gildandi upplýsingalög tekin fyrir og hlutverk þeirra innan opinberrar stjórnsýslu, sem og í samfélaginu í heild sinni sem nokkurs konar útverðir upplýstrar, opinberrar umræðu. Fjallað er sérstaklega um lög um persónuvernd og farið verður útí meðferð persónuupplýsinga innan opinberrar stjórnsýslu, s.s. skráning mála og upplýsinga, gagnaaðgengi, meðferð trúnaðarupplýsinga og afhendingu þeirra.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast þekkingu á upplýsingalögum og lögum um persónuvernd

Þátttökugjald er 164.000 kr.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk þess sem ein vika er til viðbótar fyrir námsmat. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 23. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27. nóvember – 1. desember.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Hólmar Örn Finnsson, stundakennari við Háskólann á Bifröst

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 2. október 2023. 

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.