Tölfræði
Markmið námskeiðsins er að þátttakendur kynnist undirstöðuatriðum líkindareiknings og tölfræði og séu færir um að beita tölfræðilegum aðferðum við mat gagna. Fjallað er um söfnun gagna með ólíkum úrtaksaðferðum og gerð grein fyrir nokkrum algengum skekkjuvöldum sem fylgja slíkum könnunum. Farið er yfir framkvæmd tilgátuprófa fyrir meðaltöl og hlutfallsstærðir og mat á öryggisbili fyrir slíkar stærðir. Einnig er fjallað um stikalaus tilgátupróf fyrir tölulegar breytur og tilgátupróf fyrir tengsl milli flokkabreyta. Að lokum er fjallað um notkun línulegrar aðhvarfsgreiningar við gerð einfaldra spálíkana.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið hentar þeim sem vilja auka hæfni sína í að beita tölfræðilegum aðferðum við mat gagna.
Þátttökugjald er 164.000 kr.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fjórtán vikur og nemendur mæta í eina fjögurra stunda vinnustofu í Borgarnesi auk rafrænnar vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 12. apríl 2024. Rafræn vinnustofa verður á tímabilinu 18.-21. janúar. Vinnustofa í Borgarnesi verður á tímabilinu 14.-17. mars. Nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl 2024.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Kári Joensen.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.