Tilgangur og eðli samfélagsmiðla

Tilgangur og eðli samfélagsmiðla

Fjallað er um undirliggjandi krafta að baki samfélagsmiðlum. Hvers vegna sumir samfélagsmiðlar hafi ekki náð árangri en aðrir blómstrað og náð heimsútbreiðslu. Hver er lykillinn að árangri þeirra? Hvað veldur því að fólk og fyrirtæki flykkjast að þessum miðlum og tekur þátt í að skapa þá?

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja kynna öðlast skilning á tilgangi og eðli samfélagsmiðla.

Þátttökugjald er kr. 156.000.

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 10.-13. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.  

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Brynjar Þór Þorsteinsson og Vera Dögg Höskuldsdóttir.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

 

 

 

 

 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.