Þjónustustjórnun

Þjónustustjórnun

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í helstu hugtök og aðferðir sem er nauðsynlegt að þekkja til að ná árangri við rekstur og markaðssetningu þjónustufyrirtækja. Þjónusta er skoðuð við ýmsar aðstæður, innanlands og á alþjóðavettvangi..

Þekking og leikni:

  • Kunni skil á innleiðingu árangursríkrar þjónustustefnu og eftirliti með gæðum.
  • Geta greint og sett fram þjónustustefnu í fyrirtæki eða stofnun.
  • Þekki lykilkenningar um neytendur og staðfæringu þjónustu á samkeppnismarkaði.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja geta útskýrt helstu kenningar og líkön sem notuð eru við stjórnun og markaðssetningu þjónustu.

Þátttökugjald er 149.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 3. janúar 2023 og stendur til 17. febrúar 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 26.-29. janúar 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13.-17. febrúar 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Anna Marín Þórarinsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.