Þjónandi forysta og stjórnun

Þjónandi forysta og stjórnun

Markmið námskeiðsins er að nemendur þekki grunnþætti stjórnunar og forystu og sérstaklega hugmyndafræði þjónandi forystu með áherslu á fyrsta rit Roberts K. Greenleafs (2008). Einnig verður komið inn á hlutverk stjórnandans og nokkrar aðrar kenningar innan forystufræðanna, sérstaklega þær sem tengjast þjónandi forystu.

Þekking og leikni að loknu námskeiði:

  • Þekkja helstu lykilatriðið í þjónandi forystu og tengdum kenningum.
  • Geta nýtt sér ýmsar aðferðir og þætti sem eru hluti af þjónandi forystu.
  • Geta greint mikilvægi þjónandi forystu og hvernig hún geti hjálpað leiðtogum og fylgjendum að ná árangri.

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja geta metið og ákvarðað viðeigandi forystu eftir mismunandi kringumstæðum.

Þátttökugjald er 156.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. mars 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 16.-19. mars 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Skúli Sigurður Ólafsson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.