Þjónandi forysta

Þjónandi forysta

Markmið námskeiðsins er að nemendur þekki hugmyndafræði þjónandi forystu með áherslu á hugmyndir Robert K. Greenleaf og rannsóknir um þjónandi forystu. Farið er ítarlega í grunnþætti þjónandi forystu, þ.e. að vera í senn leiðtogi og þjónn, hlustun og sjálfsþekking leiðtogans, mikilvægi framtíðarsýnar, jafningjabragur í þjónandi forystu, auðmýkt, ábyrgðarskylda og árangur þjónandi forystu, starfsumhverfi þjónandi leiðtoga og gildi sköpunar í þjónandi forystu. Umfjöllunin er jafnóðum tengd áherslum Robert Greenleaf eins og þær birtast í fyrsta riti hans, The Servant as Leader, í öðrum ritum hans og í rannsóknargreinum og bókum um þjónandi forystu. Markmiðið er að nemendur hafi góða fræðilega þekkingu á hugmyndafræði þjónandi forystum, hafi innsýn í hagnýtingu þjónandi forystuí fyrirtækjum og stofnunum og kunni að greina frá árangri þjónandi forystu samkvæmt reynslu fyrirtækja og stofnana og samkvæmt nýjum rannsóknum um efnið hér á landi og erlendis.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra um hugmyndafræði þjónandi forystu.

Þátttökugjald er kr. 149.000

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í fimmtán vikur og nemendur mæta í tvær vinnustofur á Bifröst. Kennsla hefst 22. ágúst 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 15.-18. September og 3.-6. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Skúli Sigurður Ólafsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.