Þjálfun og þróun

Þjálfun og þróun

Í námskeiðinu er byggð upp þekking þátttakenda á ýmsum ferlum og aðferðum sem notuð eru í fyrir­tækjum og stofnunum til að þjálfa og þróa mannauðinn. Farið er ítarlega yfir helstu þætti stefnumiðaðrar stjórnunar fræðslumála, s.s. eins og þarfagreiningu, hönnun náms, framkvæmd og innleiðingu og mat á árangri fræðslu. Þá eru helstu hugtök og kenningar um nám og lærdóm kynnt og m.a. fjallað um ólíkar aðferðir og tækni sem beita má og komið inn á móttöku nýliða, stjórnendaþjálfun og fullorðinsfræðslu. Meginmarkmiðið er að nemendur öðlist innsýn og skilning á því hvernig hafa má áhrif á uppbyggingu þekkingar, færni og á framgang mannauðs í fyrirtækjum og stofnunum, í samræmi við kenningar stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar (Strategic Human Resource Management) og geta tekið þátt í slíku starfi.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja læra áhrifaríkar leiðir til að þjálfa og þróa starfsfólk á vinnustöðum

Þátttökugjald er 219.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 25.-28. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.   

Kennari

Kennari námskeiðsins er dr. Arney Einarsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.