Stofnun og rekstur fyrirtækja

Stofnun og rekstur fyrirtækja

Í þessu námskeiði er farið yfir grundvallaratriði og hugtök í tengslum við stofnun fyrirtækja. Farið verður yfir markaðsgreiningu tækifæra og hvernig viðskipta- og markaðsáætlanir eru byggðar upp.

Lögð er áhersla á að þátttakendur geri sér grein fyrir mikilvægi þessara þátta í stofnun og rekstri fyrirtækis.

Farið er í uppgjör bókhaldsins og farið yfir ársreikninga, rekstrarreikninga og efnahagsreikninga og helstu kennitölur reiknaðar.

Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, en byggja á samþættingu verkefnavinnu og leiðsagnar, þar sem áhersla er á virkt verkefnadrifið nám. Fyrirlestrum er miðlað með hljóð og mynd í gegnum kennslukerfi skólans og í kennslustofu, en kennari ver hluta tíma síns með nemendum til að leiðbeina við verkefnavinnu.

Kennsluaðferðir:

Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar, en byggja á samþættingu verkefnavinnu og leiðsagnar, þar sem áhersla er á virkt verkefnadrifið nám. Fyrirlestrum er miðlað með hljóð og mynd í gegnum kennslukerfi skólans og í kennslustofu, en kennari ver hluta tíma síns með nemendum til að leiðbeina við verkefnavinnu.

Námsmat:  

Námsmat getur verið byggt á verkefnum, umræðum, prófum og sjálfsmati svo eitthvað sé nefnt. Námsmat er nánar skilgreint í kennsluáætlun.

Fyrirkomulag og einingar

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Kennsla hefst 29. febrúar 2024 og stendur til 19. apríl 2024. Um fjögurra stunda vinnustofa í Borgarnesi verður á tímabilinu 6.-7. apríl, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 15.-19. apríl.

Þátttakendur taka námskeiðið með nemendum Háskólagáttar. Námskeiðið er öllum opið en gott er að hafa nokkurn grunn í stærðfræði og þekkingu á excel töflureikni. Vinna við námskeiðið jafngildir 5 framhaldsskóleiningum á þriðja hæfniþrepi. Þátttakendur geta því búist við að verja um 15-20 klst á viku í vinnu við námskeiðið.  

Kennari:

Kennari námskeiðsins er Jón Snorri Snorrason, dósent við Háskólann á Bifröst

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 19. febrúar 2024.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.