Stjórnunarhættir fyrirtækja og skipulag

Stjórnunarhættir fyrirtækja og skipulag

Námskeiðið tvinnar saman nýstárlegar hugmyndir um stjórnun fyrirtækja við fjölmargar klassískar kenningar sem mikilvægt er að þekkja svo skilja megi stjórnunarhætti fyrirtækja og skipulag þeirra til hlítar. Nemendur fá jafnframt hagnýta tengingu gegnum verkefnavinnu.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast skilning á stjórnunarháttum fyrirtækja.

Þátttökugjald er kr. 149.000.

Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 22. ágúst 2022 og stendur til 30. september 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 15.-18. September, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 3.-7. október.  

Kennari

Kennari er Einar Svansson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 5. ágúst 2022.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

 

 

 

 

 

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.