Stjórnun samfélagsmiðla

Námskeiðið fjallar um helstu þætti sem snúa að stýringu markaðsmála á samfélagsmiðlum og horft til þátta eins og greiningar markhópa, stjórnun herferða, val á miðlum, notkun myndbanda og gerð áætlunar í notkun samfélagsmiðla.
Fyrirtæki og stofnanir nýta sér samfélagsmiðla í töluvert í markaðsstarfi. Miðlarnir eru margir og ólíkir eins og fyrirtækin sjálf. Fólk sem stýrir markaðsmálum fyrirtækja og stofnana þarf að kunna að feta sig í heimi samfélagsmiðla og velja miðla sem henta þeirra starfsemi og markmiði.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja læra að nýta samfélagsmiðla á markvissan hátt í markaðsstarfi.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 4. janúar 2022 og stendur til 18. febrúar 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 20. – 23. Janúar.

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Atli Björgvinsson, stundakennari og Ragnar Már Vilhjálmsson, aðjúnkt við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM