Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur

Á námskeiðinu verður fjallað um reglur stjórnsýsluréttar og skyldra greina og sérstök áhersla lögð á þætti sem snúa að starfsemi innan sveitarfélaga. Farið verður yfir almennar reglur stjórnsýsluréttarins, bæði ólögfestar reglur og ákvæði stjórnsýslulaga.

Þekking og leikni:

  • Þekkja til reglna sem gilda um meðferð persónuupplýsinga og almennar reglur um upplýsingaskyldu stjórnvalda
  • Öðlast grundvallarþekkingu á sviði stjórnsýsluréttar og skyldum réttarsviðum og hagnýtt sér þá þekkingu í starfi, bæði með því að hafa öðlast meira öryggi við ákvarðanatöku og skipulag verkferla þar sem reynir á stjórnsýslureglur og geta metið hvenær mál eru þess eðlis að kalla þarf eftir sérfræðiþekkingu lögfræðinga á því svið.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir kröfur sem reglur opinbers starfsmannaréttar gerir til atvinnurekenda við stjórnun starfsmannahalds einkum hvað varðar ráðningar og beitingu stjórnunarvaldsákvarðana.

Þátttökugjald er 149.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 3. janúar 2023 og stendur til 17. febrúar 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst á tímabilinu 26.-29. janúar 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13.-17. febrúar 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Ari Karlsson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.