Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur

Stjórnsýsluréttur fyrir stjórnendur

Á námskeiðinu verður fjallað um reglur stjórnsýsluréttar og skyldra greina og sérstök áhersla lögð á þætti sem snúa að starfsemi innan sveitarfélaga. Farið verður yfir almennar reglur stjórnsýsluréttarins, bæði ólögfestar reglur og ákvæði stjórnsýslulaga. Rætt verður um hvernig ákvarðanir teljist stjórnvaldsákvarðanir og hvaða þýðingu það hafi að greina á milli slíkra ákvarðana og annarra ákvarðana sem stjórnendur taka í daglegum störfum. Skoðuð verða dæmi og dómar sem veita innsýn inn í beitingu reglna við raunverulegar aðstæður. Þá verður fjallað um meðferð og vinnslu upplýsinga og starfsaðferðir sem gerðar eru kröfur um að stjórnendur virði samkvæmt upplýsingalögum og lögum umpersónuvernd. Loks verður fjallað um starfsmannarétt innan sveitarfélaga og dómaframkvæmd á því sviði. Þá verður fjallað um almennt eftirlit með starfsemi sveitarfélaga og ráðuneyta, og rætt um hlutverk umboðsmanns Alþingis.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja hafa góða yfirsýn yfir kröfur sem reglur opinbers starfsmannaréttar gerir til atvinnurekenda við stjórnun starfsmannahalds einkum hvað varðar ráðningar og beitingu stjórnunarvaldsákvarðana.

Þátttökugjald er 219.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 25.-28. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.   

Kennari

Kennari námskeiðsins er Ari Karlsson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.