Stjórnsýsla menningar og skapandi greina

Stjórnsýsla menningar og skapandi greina

Í þessu námskeiði verður stjórnsýsla menningar og skapandi greina skoðuð út frá samhengi sögu og samtíma, með því að greina birtingarmynd kerfisins í núverandi mynd sem og að rekja sögulegar rætur þess. Hverjar eru forsendur ákvarðanatöku í stjórnsýslu menningar og skapandi greina? Að lokum verður horft fram á veginn og mögulegar myndir kerfisins í framtíðinni ræddar og rýndar útfrá aðferðum framtíðarfræða. 

Er menningu og skapandi greinum best borgið í stýrandi hendi hins opinbera? Í hverju felst opinber stjórnsýsla menningar og skapandi greina? Hvaða þýðingu hefur það fyrir fólk í skapandi greinum að stjórnvöld sjái um stefnumörkun á þessum sviðum?

Opinber stuðningur við menningu og skapandi greinar hefur ávalt verið verkefni íslenskra stjórnvalda. Gildi þess að hlú að menningu og skapandi starfi er oftast tekið sem gefnu og jákvæð samfélagsleg áhrif þess lykilatriði í opinberum stuðningi, stjórnun og utanumhaldi. Hins vegar sér hið opinbera, stjórnmálamenn, listamenn og fólk sem starfar í menningargeiranum ekki hlutina ávalt með sömu augum og álitamál koma reglulega upp hvað varðar ákvarðanir, stuðning og áherslur. Hlutverk hins opinbera hefur tekið þónokkrum breytingum í gegnum tíðina sem orsakast af breyttu pólitísku landslagi, nýjum stjórnarháttum og áherslum í stjórnsýslu, sem og nýjum hugmyndum um eðli og virkni menningarinnar.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka skilning sinn á opinberri stjórnsýslu skapandi greina

Þátttökugjald er 164.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 18.-22. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.   

Kennari

Kennari námskeiðsins er Bergsveinn Þórsson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.