Stefnumiðuð stjórnun viðskiptatengsla (CRM)

Stefnumiðuð stjórnun viðskiptatengsla (CRM)

Takmarkið er að auka færni nemenda í stefnumarkandi stjórnun viðskiptasamskipta á grundvelli CRM hugmyndafræðinnar. er samheiti yfir ólíkar aðferðir við að fást við stjórnun breytinga í fyrirtækjum og stofnunum. Breytingarnar geta meðal annars falist í breyttu skipulagi, nýjum vinnuaðferðum eða þróun nýrrar vöru eða þjónustu.

Þekking og leikni:

  • Geta gert grein fyrir ávinningnum af upptöku CRM kerfa fyrir sölu- og markaðsstarf.
  • Geta lýst hvað CRM gengur út á og útskýrt mikilvægi þess í stefnu fyrirtækja.
  • Geti gert grein fyrir því hvernig unnt er að nýta CRM við markaðsstjórnun
  • Geta sett fram skýrslu um innleiðingu á CRM í litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka færni sína á að stjórnun viðskiptatengsla á grundvelli CRM til að ná frábærum árangri í stjórnun sambanda. CRM hjálpar fyrirtækjum m.a. að afla viðskiptavina, þjónusta viðskiptavini og halda viðskiptavinum.

Þátttökugjald er 156.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið stúdentsprófi eða sambærilegri menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 3. janúar 2023 og stendur til 17. febrúar 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 19.-22. janúar 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13.-17. febrúar 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Haraldur Daði Ragnarsson.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.