Stefnumiðuð stjórnun viðskiptatengsla

Innihald og markmið: Á námskeiðinu er fjallað um stefnumarkandi stjórnun viðskiptasamskipta á grundvelli CRM hugmyndafræðinnar. Hægt er að nýta stjórnun viðskiptatengsla á grundvelli CRM til að ná frábærum árangri í stjórnun sambanda. CRM hjálpar fyrirtækjum m.a. að afla viðskiptavina, þjónusta viðskiptavini og halda viðskiptavinum og verður lögð sérstök áhersla á þessa þætti í allri umfjöllun. Farið verður yfir helstu lykilatriði CRM, þ.á.m., innleiðingu, skipulagningu og notkun upplýsingatækni og skoðað hvernig CRM hugmyndafræðin og tæknilegir þættir vinna saman. Áfanginn snýst um hvernig CRM nýtist í markaðsstarfi og hvað þurfi til að innleiða hana með góðum árangri.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á að öðlast þekkingu á hvernig hugmyndafræði CRM nýtist í markaðsstarfi og hvað þurfi til að innleiða hana með góðum árangri.

Þátttökugjald er kr. 149.000. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærileg menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 4. janúar 2022 og stendur til 18. febrúar 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 20. – 23. Janúar. Námsmat byggist upp á einstaklings/paraverkefnium, hópverkefnum og lokaprófi.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Haraldur Daði Ragnarsson, lektor við Háskólann á Bifröst.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM