Starfsmannaval: stefnumörkun, samdráttaraðgerðir og starfslok
Fjallað er um lykilkenningar, hugtök, nálganir og rannsóknir er lúta að starfsmannavali, en einnig aðgerðir og ákvörðunartökuferli á hvoru tveggja uppgangs- sem og samdráttartímum. Komið er inn á helstu þætti er lúta að þróun lagarammans og rætt um lykillagahugtök á þessu sviði. Áhersla er lögð á hornsteina starfsmannavals, og þ.m.t. starfsgreiningu, gerð starfslýsinga og skilgreiningar hæfniskrafna, sem og á hefðbundar og óhefðbundar aðferðir við öflun og mat umsækjenda - með það að markmiði að velja ávallt hæfasta einstaklinginn til starfa.
Einnig er komið inn á ýmsa þætti er hafa áhrif á ákvörðunartöku á þessu sviði og þ.m.t. siðferðilegar áskoranir og klemmur er geta skapast í ráðningar- og starfslokamálum. Starfsmannaval er einnig tengt við þroskastig mannauðsstjórnunar og stefnumörkun skipulagsheilda.
Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar
Námskeiðið hentar stjórnendum og þeim sem vinna að mannauðsmálum í fyrirtækjum og stofnunum.
Þátttökugjald er 219.000 kr.
Þátttakendur þurfa að hafa lokið grunnnámi á háskólastigi
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur auk einnar námsmatsviku. Kennsla hefst 16. október 2023 og stendur til 24. nóvember 2023. Námsmat fer fram dagana 27.-30. nóvember.
Kennari
Kennri námskeiðsins er Dr. Arney Einarsdóttir.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 2. október.
Upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.