Starfsmannaval: stefnumörkun, samdráttaraðgerðir og starfslok 

Starfsmannaval

Fjallað er um lykilkenningar, hugtök, nálganir og rannsóknir er lúta að starfsmannavali, en einnig aðgerðir og ákvörðunartökuferli á hvoru tveggja uppgangs- sem og samdráttartímum. Komið er inn á helstu þætti er lúta að þróun lagarammans og rætt um lykillagahugtök á þessu sviði. Áhersla er lögð á hornsteina starfs­mannavals, og þ.m.t. starfsgreiningu, gerð starfslýsinga og skilgreiningar hæfniskrafna, sem og á hefð­bundar og óhefðbundar aðferðir við öflun og mat umsækjenda - með það að markmiði að velja ávallt hæfasta einstaklinginn til starfa.

Einnig er komið inn á ýmsa þætti er hafa áhrif á ákvörðunar­töku á þessu sviði og þ.m.t. siðferðilegar áskoranir og klemmur er geta skapast í ráðningar- og starfslokamálum. Starfsmannaval er einnig tengt við þroskastig mannauðs­stjórnun­ar og stefnu­mörkun skipulagsheilda. 

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar stjórnendum og þeim sem vinna að mannauðsmálum í fyrirtækjum og stofnunum.  

Þátttökugjald er 149.000 kr

Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófgráðu í grunnnámi á háskólastigi.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. apríl 2022. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst á tímabilinu 23.-26. mars 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennari

Kennri námskeiðsins er Dr. Arney Einarsdóttir.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.