Stafrænir markaðir

Í námskeiðinu fær nemandinn að kynnast þeirri hagfræði sem býr að baki stafrænni þjónustu og hvernig hægt er að nýta sér fræðin til að byggja upp stafræn fyrirtæki sem býður eingöngu uppá stafrænar afurðir. Þá verða ýmis hugtök útskýrð og hvernig er hægt að færa efnið yfir á raunveruleg dæmi. Einnig verður horft til árangursríkra aðferða í stafrænni umbreytingu og í alþjóðavæðingu internetfyrirtækja.

Sjá nánar kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem hafa áhuga á eðli stafrænnar vöru og þjónustu.

Þátttökugjald er kr. 141.966. Tekið er við umsóknum á umsóknarvef háskólans. 

Gerð er krafa um grunngráðu á háskólastigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þ.e. kennsla í 6 vikur og námsmat í þeirri sjöundu. Nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 4. janúar 2022 og stendur til 18. febrúar 2022. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 27. – 30. janúar.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Brynjar Þór Þorsteinsson, lektor við Háskólann á Bifröst. Brynjar hefur sérhæft sig í hinum stafræna heimi eins og alþjóðavæðingu stafrænna fyrirtækja sem var viðfangsefni hans í meistaranámi við CBS. Í gegnum doktorsnám hans hefur hann rannsakað vörumerkjastjórnun í stafrænum heimi og stafræna upplifun neytenda ásamt að skoða stafræna umbreytingu fyrirtækja.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. desember 2021.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

SÆKJA UM