Stafrænir markaðir
Stafræn bylting hefur átt sér stað á undanförnum áratugum þar sem tækniframfarir í hinum stafræna heimi hafa rutt sér braut sem engan endi sér á. Fyrirtæki sem starfa eingöngu á stafrænum grundvelli og veita aðeins stafrænar vörur og þjónustu (e. Digital products and services eða e. Online service providers) eins og Facebook, Instagram, Google, Netflix, Spotify, YouTube og LinkedIn hafa hlotið alheims athygli og eru orðin stór hluti hjá neytendum sem eru sífellt tengdir við hinn stafræna heim í gegnum ýmis snjalltæki. Hið stafræna hagkerfi hefur þannig verið grundvöllur nýsköpunar á alheimsvísu og mörg ný fyrirtæki hafa litið dagsins ljós í hinu stafræna hagkerfi. Það hafa einnig komið upp ýmsar áskoranir sem felast helst í auknu aðgengi fyrirtækja að gögnum sem varða persónuvernd og umbyltingu á samkeppnisumhverfinu. Í námskeiðinu fær nemandinn að kynnast þeirri hagfræði og þeim kröftum sem búa að baki hinum stafrænni heimi og hvernig er hægt að nýta sér fræðin til að byggja upp stafræn fyrirtæki. Þá verða ýmis hugtök útskýrð og hvernig er hægt að færa efnið yfir á raunveruleg dæmi. Þá verður gagnagnótt (big data), útskýrð og litið til árangursríkra aðferða og áskorana í stafrænni markaðssetningu og alþjóðavæðingu stafrænna fyrirtækja.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja geta geta greint og sett fram stafræna stefnu í fyrirtæki og stofnunum á heildstæðan hátt.
Þátttökugjald er 219.000 kr.
Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 25.-28. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.
Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í meistaranámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.
Kennari
Kennari námskeiðsins er Brynjar Þór Þorsteinsson
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur og skráning
Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.
Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.
Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst
Skráning
Skrá mig
Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.
Svona skráir þú þig á námskeið:
- Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
- Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
- Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.
Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.