Skapandi skrif og sala hugmynda
Í þessu námskeiði eru þjálfaðar aðferðir við að setja fram hugmyndir og skoðað hvernig hægt að að gera þær að veruleika. Farið er í hugmyndavinnu auk framleiðslu og miðlun texta þannig að nemendur séu meðvitaðir um sköpunarferlið bæði sem sem rannsókn á viðfangsefni og eigin vinnubrögðum.
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja efla færni sína í skapandi skrifum og læra aðferðir til að koma hugmyndum sínum á framfæri.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 10.-13. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.
Kennarar
Kennari námskeiðsins er Ingvar Örn Ingvarsson, stundakennari við Háskólann á Bifröst.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.