Skapandi og gagnrýnin hugsun

Skapandi og gagnrýnin hugsun

Hvernig á maður að haga lífi sínu? Hvernig getum við vitað hvað er siðferðilega rétt breytni? Er Guð til og ef svo væri gætum við vitað það? Hvers vegna höldum við að vísindi skapi þekkingu og hvað er merkilegt við listsköpun? Í áfanganum kynnast þátttakendur leiðum til að takast á við spurningar af þessu tagi sem almennt eru kallaðar heimspekilegar. Um leið fá þeir innsýn í hvernig rökhugsun og rökleikni heimspekinnar hjálpar okkur að skilja hversdagsleg viðfangsefni betur og gerir okkur kleift að sjá hlutina úr mörgum áttum. Sá eiginleiki er ómissandi í allri skapandi hugsun og því undirstaða nýsköpunar og fumkvöðlastarfsemi.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja fá innsýn í viðfangsefni heimspekinnar. Þátttakendur taka námskeiðið með nemendum í Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Námskeiðið er öllum opið. 

Þátttökugjald er 18.750 kr. 

Námskeiðið veitir 5 einingar á framhaldsskólastigi og er á hæfniþrepi 3. 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 28. ágúst 2023 og stendur til 6. október 2023. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður helgina 16.-17. September, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 9.-13. október. 

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sævar Ari Finnbogason.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 14. ágúst 2023. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.