Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Sjálfbærni og samfélagsábyrgð

Námskeiðið fjallar um sjálfbærni og samfélagsábyrgð fyrirtækja. Farið er yfir lykilhugtök í sjálfbærni og helstu áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir varðandi umhverfismál, félagsleg álitaefni og stjórnarhætti (UFS).

Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að vekja nemendur til umhugsunar um siðferðileg álitamál sem upp kunna að koma í rekstri fyrirtækja og þá togstreitu sem skapast milli kröfunnar um arðsemi og áskoranna sem snúa að umhverfis- og samfélagsáhrifum fyrirtækja. Leyst verður úr raunhæfum verkefnum sem gefa nemendum tækifæri til að nýta þær lausnir sem þróaðar hafa verið til að takast á við UFS áskoranir á hagnýtan hátt.

Við lok námskeiðsins munu nemendur hafa kynnt sér helstu lausnir sem fyrirtæki nota til að mæta kröfum um samfélagsábyrgð, svo sem hringrásarhagkerfið, ófjárhagslega upplýsingagjöf, sjálfbæra virðiskeðjustýringu, græna fjármögnun og kolefnisjöfnun.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja auka færni sína í að takast á við siðferðileg álitamál um umhverfis- og samfélagsáhrif í rekstri fyrirtækja 

Þátttökugjald er 164.000 kr 

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 18.-22. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í grunnnámi Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 25-30 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.

Kennarar

Kennarar námskeiðsins eru Elín Jónsdóttir og Stefan Wendt.

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.