Sjálfbær stjórnun

Sjálfbær stjórnun

Í námskeiðinu verður farið yfir ýmsa þætti sem varðar sjálfbæra stjórnun. Á meðal þess sem farið verður yfir eru grunnatriði í sjálfbærri þróun, samfélagsleg ábyrgð og hvernig hún tengist sjálfbærri þróun. Auk þess verður vikið að fjölmörgu öðrum þáttum sem tengist sjálfbærri þróun fyrirtækja með beinum og óbeinum hætti, svo sem siðfræði, siðareglur, uppljóstrun, fjármálamarkaðir, stjórnarhættir fyrirtækja, umhverfið og markaðssetning. Loks verður fjallað um hvað felst í þjónandi forystu og hvernig sú aðferðarfræði tengist sjálfbærri þróun.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, umsóknir, forkröfur og einingar

Námskeiðið hentar þeim sem vilja öðlast þekkingu á sjálfbærri þróun og hvernig hægt er að innleiða hana í tengslum við margskonar starfsemi fyrirtækis og öðlast færni í að leysa úr álitamálum sem tengjast samfélagslegri ábyrgð fyrirtækja.

Þátttökugjald er kr. 149.000

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á meistarastigi.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur, þar af sex kennsluvikur og eina námsmatsviku. Kennsla hefst 27. febrúar 2023 og stendur til 14. apríl 2022. Ein fjögurra stunda vinnustofa verða haldin á Bifröst á tímabilinu 23.-26. mars 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 17.-24. apríl 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Aðalheiður Snæbjörnsdóttir

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 10. febrúar 2023.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.