Samskipti og miðlun leiðtoga

Samskipti og miðlun leiðtoga

Markmið námskeiðsins er að veita nemendum innsýn í hlut stjórnenda í upplýsingamiðlun og á hvern hátt upplýsingamiðlun er notuð til að hafa áhrif á ímynd fyrirtækja/stofnanna. Með ímynd fyrirtækja/stofnana er m.a. átt við hvernig stefnu er miðlað til starfsmanna og viðskiptavina/almennings þannig að skýr mynd fáist af því sem fyrirtækið stendur fyrir..

Þekking og leikni:

  • Öðlist þekkingu og skilning á hlutverki stjórnenda i upplýsingamiðlun.
  • Öðlist skilning á áhrifamætti fjölmiðla/samfélagsmiðla.
  • Þekki siðareglur og vinnureglur blaða- og fréttamanna.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja geta haft áhrif á og breyta ímynd fyrirtækja/stofnana með upplýsingamiðlun.

Þátttökugjald er 149.000 kr 

Gerð er krafa um að hafa lokið háskólanámi á grunnnámsstigi

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á framhaldsstigi.

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 3. janúar 2023 og stendur til 17. febrúar 2023. Ein fjögurra stunda vinnustofa verður haldin á Bifröst á tímabilinu 26.-29. janúar 2023 en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 13.-17. febrúar 2023.  

Kennari

Kennari námskeiðsins er Ingvar Örn Ingvarsson

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 16. desember 2022.

Vinsamlegast láttu fylgja gögn í viðhengi sem sýna að þú uppfyllir aðgangsviðmið. 

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.