Samfélagsspegill

Samfélagsspegill

Hverjar eru hugmyndafræðilegar forsendur nútímaþjóðríkisins? Hvað er lýðræði og hverjir eru helstu þættir vestrænnar stjórnskipunar og íslenska stjórnkerfisins? Hvað á að standa í stjórnarskrá? Tengist lýðræði og hagsæld? Eru markaðshagkerfi og velferð andstæður? Hvers vegna höldum við að lýðræðið sé skásta stjórnfyrirkomulagið eða að frjáls samkeppni á markaði leiði til hagsældar? Hvenær eiga stjórnmálamenn að axla ábyrgð og bera kjósendur í lýðræðissamfélagi einhverja ábyrgð á stjórnmálamönnum og gjörðum þeirra?

Í þessu námskeiði kynnast nemendur leiðum til þess að takast á við spurningar af þessu tagi og fá um leið innsýn í helstu grunnkenningar stjórnmálafræði, hagfræði og félagsfræði sem fjalla um þessi viðfangsefni.

Um leið fá nemendur innsýn inn í beitingu fræðilegrar nálgunar þessara greina til þess að greina viðfangsefni í samtímanum og dýpri skilning á samspili þeirra þátta sem drífa áfram stjórnmál og hagkerfi Vesturlanda.

Sjá nánar í kennsluskrá

Fyrir hverja, þátttökugjald og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja geta öðlast betri skilning á þáttum sem drífa áfram stjórnmál og hagkerfi Vesturlanda

Þátttökugjald er 18.750 kr 

Námskeiðið jafngildir 5 framhaldsskólaeiningum og er á hæfniþrepi 3. 

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina lengri rafræna vinnustofu. Kennsla hefst 8. janúar 2024 og stendur til 16. febrúar. Rafræn vinnustofa verður haldin á tímabilinu 27.-28. janúar en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 19.-23. febrúar 2024.

Þátttakendur taka námskeiðið ásamt nemendum í Háskólagátt Háskólans á Bifröst. Þátttakendur geta búist við að verja um 15-20 klukkustundum á viku í vinnu við námskeiðið.   

Kennari

Kennari námskeiðsins er Sævar Ari Finnbogason

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur og skráning

Umsóknarfrestur er til 20. desember 2023.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Skrá mig

Smelltu á hnappinn til að sæka um námskeið í Endurmenntun Háskólans á Bifröst.

 

Svona skráir þú þig á námskeið:

  1. Fylla þarf út umsóknareyðublað í umsóknargáttinni.
  2. Ef þú skráir þig í námskeið með aðgangsviðmið, þarftu að bíða eftir að samþykki berist með tölvupósti.
  3. Til að ljúka við skráningu þarf að ganga frá greiðslu í umsóknargátt og sækja um notendanafn fyrir innra kennslukerfi Háskólans á Bifröst, Uglu https://ugla.bifrost.is. Þar birtast allar upplýsingar um námskeiðið.

Nánari upplýsingar eru veittar á endurmenntun@bifrost.is eða í síma 433 3000.