Samfélagsábyrgð og virk þátttaka
Í fyrsta hluta námskeiðsins verða skoðaðar þær áskoranir sem við sem mannkyn stöndum frammi fyrir og hvað verið er að gera til að mæta þeim. Í öðrum hluta námskeiðsins verður skoðað hvað þarf til að lifa og reka fyrirtæki á sjálfbæran og samfélagslega ábyrgan hátt. Í námskeiðinu verður lögð sérstök áhersla á að þjálfa nemendur í að geta beitt gagnrýnni hugsun til að takast á við siðferðisleg álitamál sem kunna að koma upp í tengslum við þá togstreitu sem getur skapast milli kröfunnar um arðsemi og áskorana sem snúa að umhverfis- og samfélagsáhrifum fyrirtækja. Í þriðja hluta námskeiðsins munum við skoða hvernig við getum beitt ofbeldislausri aðferðafræði til að hafa áhrif á aðra. Við munum skoða áhrifamátt friðsamlegra umbótahreyfinga, hvernig hægt sé að nota samfélagsmiðla og annað sem við höfum aðgang að til að breyta samfélaginu.
Sjá nánar í kennsluskrá 2022-2023
Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja þekkja þær áskoranir sem mannkynið stendur frammi fyrir, efla færni sína í að reka samfélagslega ábyrg fyrirtæki og kynnast leiðum til samfélagslegra umbóta.
Þátttökugjald er kr. 156.000.
Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.
Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar á grunnnámsstigi.
Fyrirkomulag
Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sjö vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 17. október 2022 og stendur til 25. nóvember 2022. Um fjögurra stunda vinnustofa á Bifröst verður á tímabilinu 10.-13. nóvember, en nánari tímasetning er kynnt í námskeiðinu. Námsmat fer fram dagana 28. nóvember – 2. desember.
Kennarar
Kennarar námskeiðsins eru dr. Auður H. Ingólfsdóttir og dr. Magnús Árni Skjöld.
Styrkir
Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.
Umsóknarfrestur
Umsóknarfrestur er til 30. september 2022.
Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.