Saga hagfræði og hagrænnar hugsunar

Saga hagfræði og hagrænnar hugsunar

Í námskeiðinu verður fjallað um nokkra mikilvægustu drættina í sögu hagfræðinnar frá árnýöld til okkar daga. Sérstök áhersla er lögð á að setja þróun hagfræðinnar í samhengi við efnahagsþróun og sýna hvernig kenningar hagfræðinga hafa bæði mótað samtíð sína, og um leið hvernig þær endurspegla þessa samtíð og þær áskoranir og spurningar sem voru efst á baugi.

Í fyrri hluta námskeiðsins, sem fjallar um tímabilið frá 1500-1870 er megináhersla lögð á að fjalla um tilurð akademískrar hagfræði með Adam Smith, og hinn klassíska skóla hagfræðinnar. Þar er fjallað um muninn á klassískri hagfræði 19 aldar og kaupauðgisstefnu fyrri alda, og þær spurningar sem klassískir hagfræðinga á borð við Smith, David Ricardo og Robert Thomas Malthus fengust við. Fjallað verður um vinnugildiskenninguna og hvernig hún liggur til grundvallar kenninga Karl Marx.

Í seinni hluta er fjallað um þróun hagfræðinnar frá 1870, fyrst um jaðarbyltinguna og nýklassíska hagfræði, og þá um gagnrýni á klassíska og nýklassíska hagfræði frá talsmönnum þýska söguskólans annars vegar og bandarískri stofnanahagfræði hins vegar. Kenningar Thorsten Veblen verða reifaðar. Þá er fjallað um kenningar John Maynard Keynes og þróun þjóðhagfræði á 20. öld, sérstaklega skýringar á hagsveiflum. Að lokum er fjallað um stöðu nýklassískrar hagfræði á eftirstríðsárunum og hvað saga hagfræðinnar segir okkur um grundvallarforsendur hennar, m.a. hinn efnahagslega mann, homo economicus.

Fyrir hverja, þátttökugjald, forkröfur og einingar

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja öðlast skilning á sögu hagfræðinnar. 

Þátttökugjald er kr. 156.000 kr

Gerð er krafa um stúdentspróf eða sambærilega menntun, t.d. úr Háskólagátt Háskólans á Bifröst.

Námskeiðið veitir 6 ECTS einingar. Námskeiðið fæst metið inn í námsleiðir í grunnnámi í Félagsvísindadeild Háskólans á Bifröst.

Fyrirkomulag

Námskeiðið er kennt í lotubundnu fjarnámi. Námskeiðið stendur yfir í sex vikur og nemendur mæta í eina vinnustofu á Bifröst. Kennsla hefst 19. maí 2023 og stendur til 30. júní 2023. Vinnustofa á Bifröst verður helgina 10.-11. júní.

Kennari

Kennari námskeiðsins er Magnús Sveinn Helgason

Styrkir

Mörg stéttarfélög bjóða upp á styrki vegna námskeiða. Kannaðu málið hjá þínu stéttarfélagi.

Umsóknarfrestur

Umsóknarfrestur er til 4. maí 2023.

Allar nánari upplýsingar eru veittar á netfanginu endurmenntun@bifrost.is.

Hér má sjá nánari upplýsingar um Endurmenntun til eininga við Háskólann á Bifröst

 

Skráning


Stjörnumerkta (*) reiti verður að fylla út.